Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 10:58 Skólastjóri Laugarnesskóla og fleira starfsfólk í skólanum hefur þurft að hætta vegna myglu. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. „Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“ Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“
Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent