„Mjög þungt högg fyrir Akureyri“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 18:54 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn. Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands. Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent