Arkitektúr

Fréttamynd

Gamla ríkið falt og milljónir fylgja

Sveitarfélagið Múlaþing hyggst selja Gamla ríkið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði. Húsinu, sem er yfir hundrað ára gamalt, fylgja friðaðar innréttingar eldri en húsið sjálft.

Innlent
Fréttamynd

Dags­ljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar

Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum.

Innlent
Fréttamynd

Bú­seti segir marg­vís­lega galla á deiliskipulaginu

Búseti hefur krafið borgina svara um deiliskipulag sem uppbygging ellefu þúsund metra vöruhúss við Álfabakka 2 byggir á. Skipulagið hafi komið borgarfulltrúum í opna skjöldu og breytingar sem gerðar voru árið 2022 hafi ekki verið í samræmi við lög. 

Innlent
Fréttamynd

Vöru­húsið ekki hannað af arki­tekt

„Arkitektar eru sérmenntaðir í að hanna út frá þörfum manneskjunnar á fagurfræðilegum grundvelli, en það er mikill misskilingur að halda að þeir einir komi að mótun borgarumhverfisins. Það gera einnig byggingarfræðingar, byggingatæknifræðingar, verkfræðingar, landslagsarkitektar og fleiri.“

Innlent
Fréttamynd

Þor­láks­höfn - byggð á tíma­mótum

Í vetur kenndum við Jan Dobrowolski þriðja árs arkitektanemum við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands námskeiðið Byggð á tímamótum. Námskeiðið er 14 vikna langt og eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið bær utan borgarmarka sem stendur á tímamótum. Lögð er áhersla á að nálgast arkitektúr með sjálfbærni að leiðarljósi og byggingarefni skoðuð með það í huga.

Skoðun
Fréttamynd

Hlý­legt ein­býli úr smiðju Rutar Kára

Við Ljósaberg í Hafnarfirði er að finna fallegt 207 fermetra einbýlishús einni hæð. Húsið var byggt árið 1984 og hefur síðan þá nánast allt verið endurnýjað. Rut Káradóttir innanhúsarkitekt endurhannaði húsið að innan árið 2021 þar sem hugsað hefur verið út í hvert einasta smáatriði. 

Lífið
Fréttamynd

Já, af hverju þarf Lands­bankinn byggingu á besta stað í bænum?

„Hvenær komst þú síðast inn í banka?“ spurði ég Kristínu Ólafsdóttur umsjónarkonu þáttarins Íslands í dag á Stöð 2 þar sem ég var í viðtali nýverið. Í örstutta stund höfðu hlutverk okkar haft endaskipti, þar sem við stóðum í Reykjastræti sunnan Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur og horfðum á nýbyggingu Landsbankans.

Skoðun
Fréttamynd

Um­deilt upp­á­hald arki­tekts við Austur­völl

Arkitekt segir mikilvægt að hafa söguna til grundvallar þegar ný hús eru byggð. Hann telur þó málflutning doktors í umhverfissálfræði, sem var í viðtali í Íslandi í dag í síðustu viku, einföldun á margslungnu fyrirbæri. 

Lífið
Fréttamynd

Arki­tektinn sem mótaði útivistarperlurnar látinn

Landslagsarktitektinn Reynir Vilhjálmsson er látinn, 89 ára að aldri. Fáir hafa á ferli sínum haft jafn rík áhrif og hann á mótun mannngerðra útivistarsvæða hérlendis, bæði innan borgarlandsins sem og í bæjum víða um land.

Innlent
Fréttamynd

Arnhildur til­nefnd til verð­launa

Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.

Lífið
Fréttamynd

Ein­stök hæð í retró stíl við Lauf­ás­veg

Við Laufásveg 47 í Reykjavík er að finna glæsilega 212 fermetra sérhæð. Húsið var byggt árið 1969 en var endurnýjað að miklu leyti árið 2017 með tilliti til hins byggingarstíls. Fasteignamat eignarinnar er 119,7 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

„Nú­tíminn er trunta“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki hrifinn af ýmis konar nútímavæðingu í arkítektúr og innanhússhönnun. Nú eru það nýr hurðarhúnn á Alþingi sem fær sinn skerf af gagnrýni frá þessum reynda þingmanni. 

Lífið
Fréttamynd

Dags­birtan lyftir andanum

Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er eld­hús­glugginn?

Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað varð um sam­veruna?

Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða.

Skoðun
Fréttamynd

Fá­gæt og fal­leg eign við Flóka­götu

Við Flókagötu 43 má finna glæsilega 159 fermetra sérhæð á tveimur hæðum, þar af ris sem er undir súð, í reisulegu steinhúsi sem var byggt árið 1945. Húsið er teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 140 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Hvar er hí­býla­auður?

„Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn

Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar.

Innlent
Fréttamynd

Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ til­laga

Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi.

Innlent