Hundar

Fréttamynd

Kindur vilja ekki leika við hunda

En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda.

Skoðun
Fréttamynd

Hunda­dauðinn kominn á borð lög­reglu

Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim.

Innlent
Fréttamynd

Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi

Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Tík bjargað úr klettum

Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún.

Innlent
Fréttamynd

Breytir hundum í lista­verk

Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum.

Lífið
Fréttamynd

Ekki á­stæða til að vara ís­lenska hunda­eig­endur við

Mat­væla­stofnun sér ekki á­stæðu til að vara hunda­eig­endur sér­stak­lega við smitandi hósta meðal hunda að ó­breyttu. Ekki eru fleiri til­vik um smitaða hunda nú en áður. Lang­stærstur hluti hunda hér á landi er bólu­settur gegn flestum veirum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“

Hunda­eig­andi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svo­kölluðum hótel­hósta og á tvo hunda til við­bótar sem eru veikir vill vara hunda­eig­endur við að fara með dýr sín á fjöl­farin hunda­svæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú.

Innlent
Fréttamynd

Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns

Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi

Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Hunda- og katta­hald í fjöl­býlis­húsum

Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu.

Skoðun
Fréttamynd

Rekin úr í­búðinni vegna smá­hunds fóstur­dóttur sinnar

Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra“

„Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir dóttir konu sem tók að sér hund systur sinnar sem lést úr krabbameini. Nágrannar eru ósáttir við veru hundsins í húsinu þrátt fyrir að þeir búi ekki á sama stigagangi. Enginn hefur borið fyrir sig ofnæmi né ónæði. 

Innlent