Alþjóðlegi leiðsöguhundadagurinn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 26. apríl 2024 10:30 Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation. Samtökin gegna því hlutverki að þjónusta blinda og sjónskerta einstaklinga út um allan heim með því að þjálfa og úthluta leiðsöguhundum sem stuðla að stuðningi til sjálfstæðis. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Á Íslandi eru í dag starfandi 14 leiðsöguhundar og eru þeir staðsettir út um allt land með notendum sínum. Frá aldamótum hefur verið úthlutað 21 hundi og núna í maí eigum við von á hundi númer 22. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Það er afar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni vel með því að úthluta leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafa verið með hund sem er farinn á eftirlaun. Við viljum þakka Bakhjörlum Blindrafélagsins fyrir stuðning sem rennur meðal annars til þessa verkefnis, þeirra sem styðja með kaupum á leiðsöguhundadagatalinu sem kemur út ár hvert ásamt ónefndum aðilum sem hafa stutt beint við félagið. Einnig langar okkur að segja ykkur frá glænýjuverkefni sem fékk nafnið Vinir leiðsöguhunda. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv. ásamt því að upplýsa starfsfólk um réttindi leiðsöguhunda og notenda þeirra. Límmiðinn inniheldur einnig aðgengilegan QR- kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið nánar á vefsvæðinu okkar Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Á vef verkefnisins munu koma fram allir samstarfsaðilar og þátttakendur. Þar munu helstu upplýsingar um fyrirtækin birtast, merki (e. logo) þeirra o.fl. Til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni er hægt að skrá þátttöku hér Blindrafélagið Í tilefni dagsins fengum við heimsókn frá Guðna Th. forseta Íslands sem afhendi viðurkenningu til framkvæmdarstjóra Bónus, Björgvini Víkinssyni, fyrir hönd Blindrafélagsins. Viðurkenningin þakkaði Bónus fyrir frábært samstarf ásamt þökkum fyrir að taka þátt í verkefninu Vinir Leiðsöguhunda. Bónus hefur selt vörur ÓJ & Kaaber Ísam, pakkaðar af Blindravinnustofunni og undir merkjum hennar í mörg ár. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin. Kær kveðja Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hundar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation. Samtökin gegna því hlutverki að þjónusta blinda og sjónskerta einstaklinga út um allan heim með því að þjálfa og úthluta leiðsöguhundum sem stuðla að stuðningi til sjálfstæðis. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Á Íslandi eru í dag starfandi 14 leiðsöguhundar og eru þeir staðsettir út um allt land með notendum sínum. Frá aldamótum hefur verið úthlutað 21 hundi og núna í maí eigum við von á hundi númer 22. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Það er afar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni vel með því að úthluta leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafa verið með hund sem er farinn á eftirlaun. Við viljum þakka Bakhjörlum Blindrafélagsins fyrir stuðning sem rennur meðal annars til þessa verkefnis, þeirra sem styðja með kaupum á leiðsöguhundadagatalinu sem kemur út ár hvert ásamt ónefndum aðilum sem hafa stutt beint við félagið. Einnig langar okkur að segja ykkur frá glænýjuverkefni sem fékk nafnið Vinir leiðsöguhunda. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv. ásamt því að upplýsa starfsfólk um réttindi leiðsöguhunda og notenda þeirra. Límmiðinn inniheldur einnig aðgengilegan QR- kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið nánar á vefsvæðinu okkar Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Á vef verkefnisins munu koma fram allir samstarfsaðilar og þátttakendur. Þar munu helstu upplýsingar um fyrirtækin birtast, merki (e. logo) þeirra o.fl. Til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni er hægt að skrá þátttöku hér Blindrafélagið Í tilefni dagsins fengum við heimsókn frá Guðna Th. forseta Íslands sem afhendi viðurkenningu til framkvæmdarstjóra Bónus, Björgvini Víkinssyni, fyrir hönd Blindrafélagsins. Viðurkenningin þakkaði Bónus fyrir frábært samstarf ásamt þökkum fyrir að taka þátt í verkefninu Vinir Leiðsöguhunda. Bónus hefur selt vörur ÓJ & Kaaber Ísam, pakkaðar af Blindravinnustofunni og undir merkjum hennar í mörg ár. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin. Kær kveðja Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun