Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:54 Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana tvo eftir að vegfarendur handsömuðu þá í gær. Tinna Bjarnadóttir Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustunni staðfestir í samtali við fréttastofu að hundarnir tveir, sem eru veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, séu í haldi Dýraþjónustunnar. Málið sé nú skoðað í samstarfi við Matvælastofnun (MAST) og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. „Við erum að skoða hvað rétt er að gera í stöðunni og með hvaða hætti er best að bregðast við,“ segir Þorkell. Greint var frá því á Vísi um helgina að veiðihundar væru grunaðir um að hafa orðið ketti að bana í Laugardalnum. Hundarnir sem nú eru í haldi Dýraþjónustunnar eru taldir þeir sömu og þar áttu hlut að máli. Þorkell bendir þó á að ekki sé óyggjandi sönnun fyrir því að hundarnir hafi drepið köttinn. Nákvæmlega þessir tveir hundar hafa ekki komið áður við sögu Dýraþjónustunnar, að sögn Þorkels. Aðrar ungverskar viszlur hafi hins vegar verið til vandræða í hverfinu fyrir nokkrum árum. Allir hundar virðist tengjast sömu eigendum. „Við höfum áhyggjur af þessu máli og lítum það alvarlegum augum,“ segir Þorkell. Hundar umræddra eigenda hafa ítrekað sloppið og hlaupið lausir um hverfið síðustu ár, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Vegfarandi sem kom að því að handsama hundana í gær segir þá hafa birst í garði í hverfinu þar sem hann var gestkomandi. Tveimur hundum var náð en sá þriðji komst undan. Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustunni staðfestir í samtali við fréttastofu að hundarnir tveir, sem eru veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, séu í haldi Dýraþjónustunnar. Málið sé nú skoðað í samstarfi við Matvælastofnun (MAST) og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. „Við erum að skoða hvað rétt er að gera í stöðunni og með hvaða hætti er best að bregðast við,“ segir Þorkell. Greint var frá því á Vísi um helgina að veiðihundar væru grunaðir um að hafa orðið ketti að bana í Laugardalnum. Hundarnir sem nú eru í haldi Dýraþjónustunnar eru taldir þeir sömu og þar áttu hlut að máli. Þorkell bendir þó á að ekki sé óyggjandi sönnun fyrir því að hundarnir hafi drepið köttinn. Nákvæmlega þessir tveir hundar hafa ekki komið áður við sögu Dýraþjónustunnar, að sögn Þorkels. Aðrar ungverskar viszlur hafi hins vegar verið til vandræða í hverfinu fyrir nokkrum árum. Allir hundar virðist tengjast sömu eigendum. „Við höfum áhyggjur af þessu máli og lítum það alvarlegum augum,“ segir Þorkell. Hundar umræddra eigenda hafa ítrekað sloppið og hlaupið lausir um hverfið síðustu ár, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við í dag. Vegfarandi sem kom að því að handsama hundana í gær segir þá hafa birst í garði í hverfinu þar sem hann var gestkomandi. Tveimur hundum var náð en sá þriðji komst undan.
Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira