Hundar mæta í vinnuna með eigendum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 20:31 Helga Helgadóttir og Gunnar Jarl Jónsson eigendur skólahundsins Trausta í Fossvogsskóla, sem er að standa sig mjög vel í vinnunni með Helgu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna. Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira