Plútó

Vilja ganga á milli bols og höfuðs á geimrannsóknum í Bandaríkjunum
Athuganastöðin sem greindi þyngdarbylgjur í fyrsta skipti verður lömuð og fjöldi þekktra rannsóknarleiðangra í sólkerfinu stöðvaðir ef óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög næsta árs verða að veruleika. Niðurskurðinum er líkt við útrýmingu vísinda í Bandaríkjunum.

New Horizons flaug framhjá Ultima Thule
Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins.

Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu
Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag.

Ísöldur sjást á yfirborði Plútós
Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað.

New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung
Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu.

New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus
Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið.

Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís
Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós.

Ný mynd sýnir norðurpól Plútó
Ísilagðir dalir norðurpóls Plútó eru greinilegir á nýrri mynd sem NASA hefur gefið út.

NASA birtir einstakar myndir af Plútó
Skýrustu myndir sem teknar hafa verið af dvergreikistjörnunni.

Blár himinn og ís á Plútó
Myndir af dvergplánetunni og önnur gögn bárust til jarðar í síðustu viku og NASA kynnti niðurstöður rannsóknar á þeim gögnum í dag.

Nýjar myndir frá NASA af Plútó og Karon
Myndin af Karoni sýnir að miklar jarðhræringar hafa átt sér stað á yfirborði fylgitunglsins.

NASA birtir nýjar myndir af Plútó
Vísindamenn ráða sér vart af kæti yfir nýjustu gögnunum sem streyma frá könnunarfarinu New Horizons.

Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó
Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni.

NASA birtir mynd af Plútó
Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar.

Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó
Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó.

Plútó innan seilingar
Könnunarfarið New Horizons hóf sex mánaða langt aðflug sitt að Plútó í fyrradag. Farinu var skotið á loft árið 2006 með það að markmiði að svipta hulunni af þessu fyrirbæri sem lónir í jaðri sólkerfisins.

Tungl fær ekki að heita Vúlkan
Alþjóðasamband stjarnfræðinga (IAU) hefur ákveðið að annað af tveimur tunglum sem nýlega fundust á sporbraut um Plútó fái ekki að bera nafnið Vúlkan þrátt fyrir að nafnið hafi hlotið flest atkvæði í atkvæðagreiðslu meðal almennings.

Vilja Vulkan sem nafn á nýfundnu tungli við Plútó
Nafnið Vulkan kemur helst til greina sem heitið á öðru af tveimur litlum tunglum sem nýlega fundust á braut um Plútó.

Myndskeið sýnir Plútó á sólríkum degi
Tölvuteiknuð mynd af yfirborði dvergreikistjörnunnar Plútó sýnir hvernig sólríkur dagur á einum dimmasta stað sólkerfisins lítur út.

Hubble finnur vísbendingar um lífshvata á Plútó
Hubble-geimsjónaukinn hefur fundið vísbendingar um flóknar kolvatnsefnis sameindir á yfirborði Plútó. Sameindin var nauðsynlegur efnahvati þegar líf myndaðist fyrst á jörðinni.

Nýtt tungl fannst við Plútó
Stjörnufræðingar hafa með hjálp Hubble geimsjónauka NASA og ESA fundið fjórða tunglið á braut um dvergreikistjörnuna Plútó. Tungið er um þrettán til þrjátíu og fjórir kílómetrar í þvermál og hefur tímabundið verið gefið nafnið P4.

Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna
Reikistjörnur sólkerfisins eru orðnar átta talsins, eftir að Plútó var úthýst úr flokki þeirra. Þetta var ákveðið á 2.500 manna þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í gær eftir heitar rökræður. Plútó telst nú dvergreikistjarna.