New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2017 12:21 New Horizons stefnir nú hraðbyri út í frosinn útjaðar sólkerfisins til fundar við leyndardómsfullan íshnullung. Vísir/AFP Bandaríska geimfarið New Horizons hefur verið sett í dvala á meðan það ferðast lengra út í Kuipersbeltið þar sem það á stefnumót við frosið fyrirbæri við lok næsta árs. New Horizons, sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum, verður vakið af blundi í sumar. Áfram verður kveikt á flugtölvu New Horizons sem fylgist með ástandi geimfarsins og sendir skilaboð til jarðar einu sinni í viku. Slökkt er á öðrum tækjum og tólum geimfarsins á meðan það er í dvala, að því er segir í frétt á vefnum Spaceflight Insider. Geimfarið fór í dvala á fimmtudag. New Horizons var fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó í júlí 2015 og sendi þaðan fyrstu skýru myndirnar sem menn hafa fengið af yfirborði dvergreikistjörnunnar. Næsta takmark þess er fyrirbærið MU69 í Kuipersbeltinu, yst í sólkerfinu okkar. Áætlað er að geimfarið þjóti fram hjá íshnettinum um áramótin 2018 til 2019. Geimfarið verður vakið af dvala í júní fyrir lokakafla aðflugsins. New Horizons var skotið á loft árið 2006. Geimfarið er nú um 6,2 milljarða kílómetra frá jörðinni. Tekur það fjarskiptasendingar þess fimm klukustundir og 42 mínútur að ferðast til jarðarinnar á ljóshraða. Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Bandaríska geimfarið New Horizons hefur verið sett í dvala á meðan það ferðast lengra út í Kuipersbeltið þar sem það á stefnumót við frosið fyrirbæri við lok næsta árs. New Horizons, sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum, verður vakið af blundi í sumar. Áfram verður kveikt á flugtölvu New Horizons sem fylgist með ástandi geimfarsins og sendir skilaboð til jarðar einu sinni í viku. Slökkt er á öðrum tækjum og tólum geimfarsins á meðan það er í dvala, að því er segir í frétt á vefnum Spaceflight Insider. Geimfarið fór í dvala á fimmtudag. New Horizons var fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó í júlí 2015 og sendi þaðan fyrstu skýru myndirnar sem menn hafa fengið af yfirborði dvergreikistjörnunnar. Næsta takmark þess er fyrirbærið MU69 í Kuipersbeltinu, yst í sólkerfinu okkar. Áætlað er að geimfarið þjóti fram hjá íshnettinum um áramótin 2018 til 2019. Geimfarið verður vakið af dvala í júní fyrir lokakafla aðflugsins. New Horizons var skotið á loft árið 2006. Geimfarið er nú um 6,2 milljarða kílómetra frá jörðinni. Tekur það fjarskiptasendingar þess fimm klukustundir og 42 mínútur að ferðast til jarðarinnar á ljóshraða.
Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25
Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50