NASA birtir nýjar myndir af Plútó Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 21:54 Hér má glöggt sjá hið svokallaða hjarta á suðurhveli Plútós. mynd/nasa Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í kvöld nýjar myndir af dvergplánetunni Plútó og fylgitungli þess, Karon, sem könnunarfarið New Horizonz fangaði á för sinni til reikistjörnunnar. Feiknarhá ísfjöll, dökkur blettur á norðurskauti Karons sem hefur fengið nafnið „Mordor,“ kartöflulaga fylgitunglið „Hydra“ og gríðarstórt hjartalaga landsvæði á Plútó eru meðal þess sem myndirnar hafa leitt í ljós og vísindamenn hoppa nú hæð sína af kæti yfir. „New Horizons er nú þegar að skila okkur ótrúlegum niðurstöðum. Gögnin eru gjörsamlega gullfalleg og Plútó og Karon eru bara æðisgengin,“ sagði Alan Stern í samtali við fjölmiðla ytra í dag en er einn þeirra sem stýrir för geimfarsins. Talið er að ísfjöllin, sem mörg hver eru um 3500 metra há, séu með þeim yngstu í sólkerfinu og hafi myndast fyrir um 100 milljónum ára. Í ljósi ungs aldurs kunni þau enn að vera „jarðfræðilega virk,“ eins og það er orðað á heimasíðu NASA. Flestar litlir íshnettir eru mótaðir af aðdráttarafli stærri stjarna en slíkt verkun á ekki við í tilfelli fjallana á Plútó. Eitthvað annað hlýtur því að búa þar að baki sem vísindamenn kunna litla skýringu á að svo stöddu. „Þetta gæti orðið til þess að við þurfum að endurskoða hvernig við hugsum um þá þætti sem hafa áhrif á jarðvirkni íshnatta,“ sagði vísindamaðurinn John Spencer um þessa uppgötvun. Frekari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast á heimasíðu NASA. Hér má sjá Karon og „Mordor" á norðurskautinu.mynd/nasa Yfirborð Plútó er ísilagt.mynd/nasa Hin kartöflulaga Hydra er eitt af fylgitunglum Plútós.mynd/nasa Today, the @NASANewHorizons team is bringing what was previously a blurred point of light into focus. pic.twitter.com/AswUMZFxqd— NASA (@NASA) July 15, 2015 Plútó Geimurinn Tengdar fréttir New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08 Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í kvöld nýjar myndir af dvergplánetunni Plútó og fylgitungli þess, Karon, sem könnunarfarið New Horizonz fangaði á för sinni til reikistjörnunnar. Feiknarhá ísfjöll, dökkur blettur á norðurskauti Karons sem hefur fengið nafnið „Mordor,“ kartöflulaga fylgitunglið „Hydra“ og gríðarstórt hjartalaga landsvæði á Plútó eru meðal þess sem myndirnar hafa leitt í ljós og vísindamenn hoppa nú hæð sína af kæti yfir. „New Horizons er nú þegar að skila okkur ótrúlegum niðurstöðum. Gögnin eru gjörsamlega gullfalleg og Plútó og Karon eru bara æðisgengin,“ sagði Alan Stern í samtali við fjölmiðla ytra í dag en er einn þeirra sem stýrir för geimfarsins. Talið er að ísfjöllin, sem mörg hver eru um 3500 metra há, séu með þeim yngstu í sólkerfinu og hafi myndast fyrir um 100 milljónum ára. Í ljósi ungs aldurs kunni þau enn að vera „jarðfræðilega virk,“ eins og það er orðað á heimasíðu NASA. Flestar litlir íshnettir eru mótaðir af aðdráttarafli stærri stjarna en slíkt verkun á ekki við í tilfelli fjallana á Plútó. Eitthvað annað hlýtur því að búa þar að baki sem vísindamenn kunna litla skýringu á að svo stöddu. „Þetta gæti orðið til þess að við þurfum að endurskoða hvernig við hugsum um þá þætti sem hafa áhrif á jarðvirkni íshnatta,“ sagði vísindamaðurinn John Spencer um þessa uppgötvun. Frekari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast á heimasíðu NASA. Hér má sjá Karon og „Mordor" á norðurskautinu.mynd/nasa Yfirborð Plútó er ísilagt.mynd/nasa Hin kartöflulaga Hydra er eitt af fylgitunglum Plútós.mynd/nasa Today, the @NASANewHorizons team is bringing what was previously a blurred point of light into focus. pic.twitter.com/AswUMZFxqd— NASA (@NASA) July 15, 2015
Plútó Geimurinn Tengdar fréttir New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08 Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05
NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08
Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53