Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 13:41 Teikning af New Horizons við Ultima Thule sem heitir formlega 2014 MU69. NASA/JHUAPL/SwRI Bandaríska geimfarið New Horizons stefnir nú hraðbyri á Ultima Thule, íshnullung í Kuiper-beltinu svonefnda. Fyrirbærið er það fjarlægasta sem geimfar mun hafa heimsótt í sólkerfinu. Áður varð New Horizons fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó. Eftir framhjáflugið hjá Plútó sumarið 2015 stefndu stjórnendur farsins því inn í Kuiper-beltið, svæði í sólkerfinu sem er fullt af íshnöttum sem taldir eru leifar frá því að það myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu, um 6,5 milljörðum kílómetra frá jörðinni. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er líklega afar dökkleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára. Næst fer New Horizons á nýársdag. Þá verður geimfarið í um 3.500 kílómetra fjarlægð frá Ultima Thule, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum tekur geimfarið myndir af yfirboðinu og gerir aðrar athuganir á lögun smástirnisins og umhverfi. Kort af braut New Horizons í gegnum sólkerfið á leið sinni til Plútó og Ultima Thule.Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory Ekki verður þó hlaupið að því enda ferðast New Horizons nú á um 51.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Getum við flogið 3.500 kílómetra frá þessu fyrirbæri og náð öllum þessum myndum beint á réttum stað og ekki misst af neinu? Það er það sem er spennandi fyrir mig, það er áskorunin,“ sagði Alice Bowman, leiðangursstjórinn í síðustu viku. Ultima Thule er svo langt frá jörðinni að það tekur gögn frá New Horizons rúmar sex klukkustundir að berast til jarðar. Geimfarið byrjar ekki að senda gögn til jarðar fyrr en þegar nokkuð verður liðið á nýársdag. Búast má við því að fyrstu myndirnar frá framhjáfluginu birtist 2. janúar og þær bestu ekki fyrr en daginn eftir. Aðstandendur leiðangursins vonast enn til þess að geta sent New Horizons að öðru fyrirbæri í Kuiper-beltinu áður en honum lýkur á næstu árum. Geimurinn Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Bandaríska geimfarið New Horizons stefnir nú hraðbyri á Ultima Thule, íshnullung í Kuiper-beltinu svonefnda. Fyrirbærið er það fjarlægasta sem geimfar mun hafa heimsótt í sólkerfinu. Áður varð New Horizons fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó. Eftir framhjáflugið hjá Plútó sumarið 2015 stefndu stjórnendur farsins því inn í Kuiper-beltið, svæði í sólkerfinu sem er fullt af íshnöttum sem taldir eru leifar frá því að það myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu, um 6,5 milljörðum kílómetra frá jörðinni. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er líklega afar dökkleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára. Næst fer New Horizons á nýársdag. Þá verður geimfarið í um 3.500 kílómetra fjarlægð frá Ultima Thule, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum tekur geimfarið myndir af yfirboðinu og gerir aðrar athuganir á lögun smástirnisins og umhverfi. Kort af braut New Horizons í gegnum sólkerfið á leið sinni til Plútó og Ultima Thule.Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory Ekki verður þó hlaupið að því enda ferðast New Horizons nú á um 51.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Getum við flogið 3.500 kílómetra frá þessu fyrirbæri og náð öllum þessum myndum beint á réttum stað og ekki misst af neinu? Það er það sem er spennandi fyrir mig, það er áskorunin,“ sagði Alice Bowman, leiðangursstjórinn í síðustu viku. Ultima Thule er svo langt frá jörðinni að það tekur gögn frá New Horizons rúmar sex klukkustundir að berast til jarðar. Geimfarið byrjar ekki að senda gögn til jarðar fyrr en þegar nokkuð verður liðið á nýársdag. Búast má við því að fyrstu myndirnar frá framhjáfluginu birtist 2. janúar og þær bestu ekki fyrr en daginn eftir. Aðstandendur leiðangursins vonast enn til þess að geta sent New Horizons að öðru fyrirbæri í Kuiper-beltinu áður en honum lýkur á næstu árum.
Geimurinn Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25
Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50
Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45
New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent