Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 13:41 Teikning af New Horizons við Ultima Thule sem heitir formlega 2014 MU69. NASA/JHUAPL/SwRI Bandaríska geimfarið New Horizons stefnir nú hraðbyri á Ultima Thule, íshnullung í Kuiper-beltinu svonefnda. Fyrirbærið er það fjarlægasta sem geimfar mun hafa heimsótt í sólkerfinu. Áður varð New Horizons fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó. Eftir framhjáflugið hjá Plútó sumarið 2015 stefndu stjórnendur farsins því inn í Kuiper-beltið, svæði í sólkerfinu sem er fullt af íshnöttum sem taldir eru leifar frá því að það myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu, um 6,5 milljörðum kílómetra frá jörðinni. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er líklega afar dökkleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára. Næst fer New Horizons á nýársdag. Þá verður geimfarið í um 3.500 kílómetra fjarlægð frá Ultima Thule, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum tekur geimfarið myndir af yfirboðinu og gerir aðrar athuganir á lögun smástirnisins og umhverfi. Kort af braut New Horizons í gegnum sólkerfið á leið sinni til Plútó og Ultima Thule.Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory Ekki verður þó hlaupið að því enda ferðast New Horizons nú á um 51.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Getum við flogið 3.500 kílómetra frá þessu fyrirbæri og náð öllum þessum myndum beint á réttum stað og ekki misst af neinu? Það er það sem er spennandi fyrir mig, það er áskorunin,“ sagði Alice Bowman, leiðangursstjórinn í síðustu viku. Ultima Thule er svo langt frá jörðinni að það tekur gögn frá New Horizons rúmar sex klukkustundir að berast til jarðar. Geimfarið byrjar ekki að senda gögn til jarðar fyrr en þegar nokkuð verður liðið á nýársdag. Búast má við því að fyrstu myndirnar frá framhjáfluginu birtist 2. janúar og þær bestu ekki fyrr en daginn eftir. Aðstandendur leiðangursins vonast enn til þess að geta sent New Horizons að öðru fyrirbæri í Kuiper-beltinu áður en honum lýkur á næstu árum. Geimurinn Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Bandaríska geimfarið New Horizons stefnir nú hraðbyri á Ultima Thule, íshnullung í Kuiper-beltinu svonefnda. Fyrirbærið er það fjarlægasta sem geimfar mun hafa heimsótt í sólkerfinu. Áður varð New Horizons fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó. Eftir framhjáflugið hjá Plútó sumarið 2015 stefndu stjórnendur farsins því inn í Kuiper-beltið, svæði í sólkerfinu sem er fullt af íshnöttum sem taldir eru leifar frá því að það myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu, um 6,5 milljörðum kílómetra frá jörðinni. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er líklega afar dökkleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára. Næst fer New Horizons á nýársdag. Þá verður geimfarið í um 3.500 kílómetra fjarlægð frá Ultima Thule, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum tekur geimfarið myndir af yfirboðinu og gerir aðrar athuganir á lögun smástirnisins og umhverfi. Kort af braut New Horizons í gegnum sólkerfið á leið sinni til Plútó og Ultima Thule.Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory Ekki verður þó hlaupið að því enda ferðast New Horizons nú á um 51.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Getum við flogið 3.500 kílómetra frá þessu fyrirbæri og náð öllum þessum myndum beint á réttum stað og ekki misst af neinu? Það er það sem er spennandi fyrir mig, það er áskorunin,“ sagði Alice Bowman, leiðangursstjórinn í síðustu viku. Ultima Thule er svo langt frá jörðinni að það tekur gögn frá New Horizons rúmar sex klukkustundir að berast til jarðar. Geimfarið byrjar ekki að senda gögn til jarðar fyrr en þegar nokkuð verður liðið á nýársdag. Búast má við því að fyrstu myndirnar frá framhjáfluginu birtist 2. janúar og þær bestu ekki fyrr en daginn eftir. Aðstandendur leiðangursins vonast enn til þess að geta sent New Horizons að öðru fyrirbæri í Kuiper-beltinu áður en honum lýkur á næstu árum.
Geimurinn Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25
Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50
Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45
New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21