New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2017 16:25 Teikning af nærflugi New Horizons hjá MU69 um áramótin 2018 til 2019. NASA/JHUAPL/SwRI Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Vísindi Plútó Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni.
Vísindi Plútó Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira