Harpa

Fréttamynd

Listval opnaði sýningarrými í Hörpu

Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan  á Hörpu. 

Menning
Fréttamynd

Umræður um svefn bíða vegna dökkrauðs Íslands

Í ljósi nýlegra tíðina um fjölgun smita hér á landi og að Ísland sé nú orðið dökkrautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu hefur verið ákveðið að fresta SVEFN ráðstefnunni, sem átti að fara fram á mánudag í Eldborgarsal Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu

Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu

Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 

Lífið
Fréttamynd

Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu

Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft.

Lífið
Fréttamynd

Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið

Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 

Lífið
Fréttamynd

Langþráður draumur að rætast

Concertgebouw hljómsveitin, ein allra besta sinfóníuhljómsveit heims, kemur fram í Eldborg í Hörpu þann 10. nóvember næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur til Íslands en stjórnandi á tónleikunum er hinn bráðungi og eftirsótti hljómsveitarstjóri, Klaus Mäkelä.

Tónlist
Fréttamynd

Björk hélt sína fyrstu tón­leika á Ís­landi í þrjú ár

Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark.

Tónlist
Fréttamynd

Hljóðfæraleikarar hittust varla utan sviðsins um tíma

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði í dag í fyrsta sinn fyrir nær fullum Eldborgarsal í Hörpu síðan í mars 2020. Samkomutakmarkanir hafa haft mikil áhrif á starf hljómsveitarinnar á meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.

Innlent
Fréttamynd

Bríet frestar stórtónleikunum

Söngkonan Bríet hefur frestað útgáfutónleikum sem stóð til að halda þann 11. september næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða í stað haldnir þann 22. október.

Lífið
Fréttamynd

Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg

Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september.

Tónlist
Fréttamynd

„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum.

Innlent