Dorrit ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2022 23:06 Dorrit fyrir framan tjaldið sem hún vonast til að verja nóttinni í. Stöð 2/Arnar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hyggst sofa í tjaldi fyrir utan Hörpu í nótt. Tjaldið er á vegum samtakanna Arctic Basecamp sem beita félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. Alla jafna er tjaldið sett upp fyrir utan Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos sem hluti af heilum tjaldbúðum. Nú hefur Arctic Basecamp, sem Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði, komið upp einu tjaldi fyrir utan Hörpu þar sem Hringborð norðurslóða er haldið um helgina. Rætt var við þær Gail Whiteman og Dorrit í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Dorrit er vön að gista í tjöldum Arctic Basecamp en það hefur gert á ráðstefnunni í Davos. Í samtali við fréttastofu segir Dorrit að mikilvægt sé að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Hún hafi áhrif á okkur öll, meira að segja hundinn Samson, sem mætti með eiganda sínum á ráðstefnuna í dag og viðtalið í kvöldfréttum. Dorrit ávarpaði Samson í viðtalinu. Athygli vakti þegar Dorrit tilkynnti að hún ætlaði að láta klóna Sám, látinn hund þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson er ávöxtur þeirrar klónunar. Því vonast Dorrit til þess að geta sofið í tjaldinu í nótt en eins og flestir vita verður ansi kalt. Sennilega töluvert kaldara en verið hefur í Davos þegar Dorrit hefur gist í tjaldbúðunum þar. „Ég er með náttfötin mín og ég er með svefnpoka svo ég vona að ég geti gert það. En ef ég get ekki gert það í dag skal ég gera það í Davos,“ segir Dorrit. Skiljanlegt að þróunarlönd taki loftslagsvánni ekki jafnalvarlega og önnur Dorrit segist vona að þjóðarleiðtogar heimsins hlusti á þá sem berjast gegn loftslagsvánni þó hún efist um að allir geri það. Þó segist hún skilja það mjög vel að þróunarlönd hlusti síður en þróaðri ríki enda hafi vestræn ríki hirt auðlindir þróunarríkja. Því megi ekki krefjast þess af þróunarríkjum að greiða fyrir mistök þeirra þróaðri. Hringborð norðurslóða Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Tjaldið er á vegum samtakanna Arctic Basecamp sem beita félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. Alla jafna er tjaldið sett upp fyrir utan Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos sem hluti af heilum tjaldbúðum. Nú hefur Arctic Basecamp, sem Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði, komið upp einu tjaldi fyrir utan Hörpu þar sem Hringborð norðurslóða er haldið um helgina. Rætt var við þær Gail Whiteman og Dorrit í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Dorrit er vön að gista í tjöldum Arctic Basecamp en það hefur gert á ráðstefnunni í Davos. Í samtali við fréttastofu segir Dorrit að mikilvægt sé að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Hún hafi áhrif á okkur öll, meira að segja hundinn Samson, sem mætti með eiganda sínum á ráðstefnuna í dag og viðtalið í kvöldfréttum. Dorrit ávarpaði Samson í viðtalinu. Athygli vakti þegar Dorrit tilkynnti að hún ætlaði að láta klóna Sám, látinn hund þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson er ávöxtur þeirrar klónunar. Því vonast Dorrit til þess að geta sofið í tjaldinu í nótt en eins og flestir vita verður ansi kalt. Sennilega töluvert kaldara en verið hefur í Davos þegar Dorrit hefur gist í tjaldbúðunum þar. „Ég er með náttfötin mín og ég er með svefnpoka svo ég vona að ég geti gert það. En ef ég get ekki gert það í dag skal ég gera það í Davos,“ segir Dorrit. Skiljanlegt að þróunarlönd taki loftslagsvánni ekki jafnalvarlega og önnur Dorrit segist vona að þjóðarleiðtogar heimsins hlusti á þá sem berjast gegn loftslagsvánni þó hún efist um að allir geri það. Þó segist hún skilja það mjög vel að þróunarlönd hlusti síður en þróaðri ríki enda hafi vestræn ríki hirt auðlindir þróunarríkja. Því megi ekki krefjast þess af þróunarríkjum að greiða fyrir mistök þeirra þróaðri.
Hringborð norðurslóða Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16