Háskólar

Fréttamynd

Ríflega 450 brautskráðir frá Háskóla Íslands á morgun

Háskóli Íslands brautskráir 455 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi á morgun, laugardaginn 19. Febrúar. Engin formleg athöfn verður í ljósi Covid en háskólinn lofar því að hátíðarsemning muni „svífa yfir vötnum,“ í Háskólabíó.

Innlent
Fréttamynd

Fagna niðurstöðum starfshóps rektors

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts.

Innlent
Fréttamynd

„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“

Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú.

Innlent
Fréttamynd

Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra

Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Há­skóli hluta Ís­lands

Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms.

Skoðun
Fréttamynd

Við­tengingar­háttur í út­rýmingar­hættu

Við­tengingar­háttur er á gríðar­legu undan­haldi í ís­lensku og gæti hrein­lega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun.

Innlent
Fréttamynd

Kok­teil­boð á kostnað al­mennings

Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima.

Skoðun
Fréttamynd

Rósalind rektor öll

Kötturinn Rósalind rektor, sem var þekktur af flestum sem hafa sótt Háskóla Íslands á síðustu árum, er öll. 

Lífið
Fréttamynd

Danir hafi van­rækt hand­rita­sátt­málann

Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Auknar tak­markanir á há­skóla­starfi

Ráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmarkanir á háskólastarfi sem gildi tekur á miðnætti í kvöld. Í reglugerðinni felst meðal annars að nemendum ber að viðhafa tveggja metra fjarlægð í kennslu- og lesrýmum.

Innlent
Fréttamynd

113 stúdenta­í­búðir verða út­búnar á Hótel Sögu

Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólinn og FS kaupa Bænda­höllina fyrir 4,9 milljarða

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttar verðlaunaður fyrir afburðaárangur

Óttar Snær Yngvason, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn sem nemur 400 þúsund krónum.

Lífið
Fréttamynd

Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir spila­fíkla fjár­magna kaup HÍ á Hótel Sögu

„Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands.

Innlent