ESB styður við íslenska háskóla Lucie Samcová-Hall Allen skrifar 1. desember 2023 08:01 Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár. Það eru engir smápeningar og óska ég Aurora samstarfinu og Háskóla Íslands til hamingju með styrkinn. Árið 2018 hrinti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stað nýrri áætlun sem miðar að því að efla samstarf meðal háskóla í Evrópu á öllum starfssviðum með tilliti til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Þessi metnaðarfulla áætlun hlaut nafngiftina „Evrópska háskólaáætlunin“ (e. European Universities Initiative) og er fyrst og fremst fjármögnuð í gegnum Erasmus+, sem margir íslendingar þekkja vel. Þverfagleg og þverþjóðleg nálgun er nauðsynleg til að takast á við þær stóru áskoranir sem að standa komandi kynslóðum fyrir þrifum, svo sem loftslagsvá, ógn gegn lýðræði, og að nýta þau tækifæri sem leynast í stafrænni byltingu. Því hefur Evrópusambandið ákveðið að úthluta hvorki meira né minna en 168 milljörðum króna (1,1 miljarða €) til þessa evrópska háskólasamstarfs á fjárlagatímabilinu 2021-2027 í gegnum Erasmus+. Evrópsk “háskólabandalög” líkt og Aurora fela í sér mikinn ávinning m.a. með því að bæta alþjóðlega samkeppnishæfni háskólastofnana í Evrópu, sem og að efla evrópsk gildi og sjálfsmynd. Háskólabandalögin skapa einnig fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla innan bandalagsins þar sem háskólar stuðla markvisst að gerð sameiginlegra námsleiða og námskeiða. Sömuleiðis geta akademískir starfsmenn háskóla eflt samstarf sín á milli og stundað rannsóknir og kennslu í háskólum innan bandalagsins. Í dag eru um 50 evrópsk háskólabandalög til innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. Af þeim eru þrír íslenskir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í NeurotechEU, ásamt átta öðrum háskólum, sem er samstarfsverkefni fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni. NeurotechEU bandalagið hlaut um 2,2 milljarða króna í styrk frá ESB, í sumar. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í UNIgreen (The Green European University) bandalaginu ásamt sjö öðrum háskólum og á síðasta ári hlaut samstarfið um 960 milljónir íslenskra króna í styrk frá ESB. Íslenskar háskólastofnanir hafa rétt til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum sem þessum og njóta aðgengis að ógrynni styrkja þökk sé EES-samningsins. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um jákvætt og mikilvægt samstarf sem EES-samningurinn hefur leitt af sér. Á næsta ári fögnum við því að 30 ár eru liðin frá gildistöku EES-samningsins og ég vil bjóða þér að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum sem haldnir verða á næstu misserum í tilefni stórafmælis samningsins. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Háskólar Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár. Það eru engir smápeningar og óska ég Aurora samstarfinu og Háskóla Íslands til hamingju með styrkinn. Árið 2018 hrinti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stað nýrri áætlun sem miðar að því að efla samstarf meðal háskóla í Evrópu á öllum starfssviðum með tilliti til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Þessi metnaðarfulla áætlun hlaut nafngiftina „Evrópska háskólaáætlunin“ (e. European Universities Initiative) og er fyrst og fremst fjármögnuð í gegnum Erasmus+, sem margir íslendingar þekkja vel. Þverfagleg og þverþjóðleg nálgun er nauðsynleg til að takast á við þær stóru áskoranir sem að standa komandi kynslóðum fyrir þrifum, svo sem loftslagsvá, ógn gegn lýðræði, og að nýta þau tækifæri sem leynast í stafrænni byltingu. Því hefur Evrópusambandið ákveðið að úthluta hvorki meira né minna en 168 milljörðum króna (1,1 miljarða €) til þessa evrópska háskólasamstarfs á fjárlagatímabilinu 2021-2027 í gegnum Erasmus+. Evrópsk “háskólabandalög” líkt og Aurora fela í sér mikinn ávinning m.a. með því að bæta alþjóðlega samkeppnishæfni háskólastofnana í Evrópu, sem og að efla evrópsk gildi og sjálfsmynd. Háskólabandalögin skapa einnig fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla innan bandalagsins þar sem háskólar stuðla markvisst að gerð sameiginlegra námsleiða og námskeiða. Sömuleiðis geta akademískir starfsmenn háskóla eflt samstarf sín á milli og stundað rannsóknir og kennslu í háskólum innan bandalagsins. Í dag eru um 50 evrópsk háskólabandalög til innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. Af þeim eru þrír íslenskir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í NeurotechEU, ásamt átta öðrum háskólum, sem er samstarfsverkefni fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni. NeurotechEU bandalagið hlaut um 2,2 milljarða króna í styrk frá ESB, í sumar. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í UNIgreen (The Green European University) bandalaginu ásamt sjö öðrum háskólum og á síðasta ári hlaut samstarfið um 960 milljónir íslenskra króna í styrk frá ESB. Íslenskar háskólastofnanir hafa rétt til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum sem þessum og njóta aðgengis að ógrynni styrkja þökk sé EES-samningsins. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um jákvætt og mikilvægt samstarf sem EES-samningurinn hefur leitt af sér. Á næsta ári fögnum við því að 30 ár eru liðin frá gildistöku EES-samningsins og ég vil bjóða þér að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum sem haldnir verða á næstu misserum í tilefni stórafmælis samningsins. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun