Forstjóra Landspítalans gert viðvart um alvarlegt atvik í sundlaug Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Atvikið sem málið varðar á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Forstjóra Landspítalans hefur verið gert viðvart. Vísir/Vilhelm Læknadeild Háskóla Íslands hefur gert formanni Læknafélags Íslands, forstjóra Landspítalans og öðrum stjórnendum sjúkrahússins viðvart um atvik sem á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Vísi. Þá hafa allir læknanemar deildarinnar, sem telja í hundruðum, fengið póst vegna málsins. „Þetta er bara alls ekki í lagi,“ segir Þórarinn, sem tekur fram að málið sé litið alvarlegum augum. „Læknanemar skrifa undir þagnareið á fyrsta ári og svo er þetta ítrekað oft við þá. Þannig að við tökum þessu alvarlega.“ Mannlíf greindi frá umræddu atviki í gær en samkvæmt lýsingu miðilsins ræddu þrír læknanemar um sjúkrasögu einstaklinga og nafngreindu einhverja þeirra. Sumar lýsingar þeirra eiga að hafa verið niðrandi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í heitum potti í sundlaug í Reykjavík og að á annan tug sundlaugargesta hafi verið viðstaddir samræðurnar. Þórarinn tekur fram að ekki sé vitað hvaða læknanemar hafi átt í hlut. Í raun hefur Þórarinn það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað hafi átt sér stað en sá virðist hafa verið sjálfur í heita pottinum. Þá segir Þórarinn að það sé erfitt að reyna að komast að því hvaða læknanema um ræðir. Ólíklegt sé að einhver stígi fram. Hann geti í raun ekki einu sinni verið viss um að þeir stundi námið við Háskóla Íslands. „Við gerum okkar besta í að fyrirbyggja að svona gerist,“ segir Þórarinn sem bætir við að ef það kemur í ljós hverjir umræddir einstaklingar séu þá verði þeir teknir tali og frekari aðgerðir teknar til skoðunar. Heilbrigðismál Landspítalinn Sundlaugar Persónuvernd Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Vísi. Þá hafa allir læknanemar deildarinnar, sem telja í hundruðum, fengið póst vegna málsins. „Þetta er bara alls ekki í lagi,“ segir Þórarinn, sem tekur fram að málið sé litið alvarlegum augum. „Læknanemar skrifa undir þagnareið á fyrsta ári og svo er þetta ítrekað oft við þá. Þannig að við tökum þessu alvarlega.“ Mannlíf greindi frá umræddu atviki í gær en samkvæmt lýsingu miðilsins ræddu þrír læknanemar um sjúkrasögu einstaklinga og nafngreindu einhverja þeirra. Sumar lýsingar þeirra eiga að hafa verið niðrandi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í heitum potti í sundlaug í Reykjavík og að á annan tug sundlaugargesta hafi verið viðstaddir samræðurnar. Þórarinn tekur fram að ekki sé vitað hvaða læknanemar hafi átt í hlut. Í raun hefur Þórarinn það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað hafi átt sér stað en sá virðist hafa verið sjálfur í heita pottinum. Þá segir Þórarinn að það sé erfitt að reyna að komast að því hvaða læknanema um ræðir. Ólíklegt sé að einhver stígi fram. Hann geti í raun ekki einu sinni verið viss um að þeir stundi námið við Háskóla Íslands. „Við gerum okkar besta í að fyrirbyggja að svona gerist,“ segir Þórarinn sem bætir við að ef það kemur í ljós hverjir umræddir einstaklingar séu þá verði þeir teknir tali og frekari aðgerðir teknar til skoðunar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Sundlaugar Persónuvernd Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira