Fjármögnun háskóla og samkeppnissjóða – af hvötum og áhrifum þeirra Pétur Henry Petersen skrifar 14. desember 2023 10:00 Nýleg drög að reglum um fjárframlög til háskóla hafa að skýru leiðarljósi árangurstengingar. Sem dæmi munu háskólar fá fjármögnun sem fer að mestu eftir fjölda nema sem eru útskrifaðir. Fjármögnun vegna kennslu skiptist í misháa reikniflokka er miðast við áætlaðan kostnað við námið. Því fylgja kostir og gallar. Hér verður fyrst og fremst rætt um rannsóknarhluta fjármögnunarinnar sem miðar að stærstum hluta við erlenda styrki, talningar á fjölda útskrifaðra framhaldssnema og á rannsóknareiningum vegið að hluta til með umdeildu mati á áhrifum birtingar. Við fyrstu sýn, hljómar það bara skynsamlega og í raun hefur svipað kerfi stjórnað að stórum hluta launum akademísks starfsfólks opinberu háskólanna (Hí, HA, LBHÍ og að Hólum) um all nokkuð skeið. Á báðum þessum kerfum eru þó sömu risastóru gallarnir og hættan er að árangurstengingin vinni gegn gæðum þess árangurs sem á að vera takmarkið. Og í raun upplýsandi að fáar opinberar stofnanir eru fjármagnaðar eftir talningum á árangri (Alþingi - fjöldi mæltra orða eða samþykktra laga? Lögreglan - fjöldi leystra glæpa eða handtökur? Sjúkrahús – fjöldi læknaðra? Grunnskólar – árangur í prófum í 10 bekk?). Það er enginn tilviljun – það er ekki gagnlegt eða einfaldlega skaðlegt. Slíkir hvatar myndu leiða til allt annars en þeir væru ætlaðir (blaður á Alþingi, óþarfa lagasetningar, áherslu á auðleysta glæpi, aukin fjöldi handtekinna, áhersla á auðlæknanlega sjúkdóma og á próf í grunnskólum). Hvatar virka nefnilega en oft ekki eins og þeir eru hugsaðir. En aftur að rannsóknum í háskólum – eru mögulega önnur lögmál sem eiga við þar? Í fyrsta lagi er árangur/framleiðsla mjög ólík eftir fræðasviðum/háskólum – að borga laun eftir talningum á rannsóknareiningum eins og gert er í dag, hefur þær afleiðingar að prófessor í stærðfræði fær líklega lægri laun en prófessor í tölfræði (og fær lægri eftirlaun!). Báðir fyrirtaks fræðingar sem vinna jafn langa vinnudaga eftir um áratugs háskólanám, bæði jafn mikilvæg fyrir heildarstarfsemi háskóla enda mikilvægt að kunna bæði stærðfræði og tölfræði! Og sá sem rannsakar Alzheimer fær líklega lægri laun en sá sem rannsakar árlegar kvefpestir. Sá sem vandar sig, lægra en sá sem vandar sig of lítið. Hæst líklega sá sem endurtekur sig. Leiðrétta þarf fyrir slíku, annað er hrein og tær mismunun (sömu laun fyrir sömu vinnu). Og hvatar letja líka! Sá sem vill fá sem hæst laun ætti ekki að of miklum tíma í það sem ekki er talið vel til launa svo sem kennsla og samfélagsþjónusta innan fræðasamfélagsins. Hætta er á því að svipað gerist hjá háskólum, meiri áhersla verði á framleiðni þar sem hún er auðveldust og minni á þá þætti sem ekki telja. Í öðru lagi er mikil hætta á að gæði og magn fari ekki saman, reyndar hvorki í fjölda útskrifaðra nema né fjölda rannsóknagreina. Háskóli eða háskóladeild sem vill afla sér frekara fjármagns er líkleg til að hvetja (beint eða óbeint) starfsfólk til að útskrifa sem flesta nemendur og birta sem flestar greinar. Svar stjórnvalda við því er líklega að fylgst sé með gæðum, þau verði tryggð. En hér er einmitt kötturinn grafinn, slík gæðaviðmið verða alltaf lágmarksgæði – því ef bakaranum er borgað fyrir fjölda brauða sem hann bakar, þá er mikil hætta á því að hann baki lítill brauð og bragðlítil - en samt brauð. Sá sem tekur sér tíma til að baka stór hágæða brauð, hann á ekki heima í árangursdrifnu kerfi sem byggir á talningum. Almennt er almenningi það ekki ljóst að allflestar rannsóknir innan háskólakerfisins eru ekki fjármagnaðar fyrir utan laun háskólakennarans og sækja verður því fé til kostnaðarsamra rannsókna og launa framhaldsnema í samkeppnissjóði. Það er því einnig athyglivert að á meðan miða á fjármögnun við árangur, þá eru fjárframlög til samkeppnissjóða lækkuð um rúmlega milljarð þegar þetta er skrifað! Þó eru þeir nær eina leiðin til að fjármagna framhaldsnám yngra fólks og líklega besta leiðin til að tryggja gæði. Hvernig á að mennta þá sérfræðinga sem ráðuneyti hefur lýst yfir að skorti í þúsundatali hérlendis og ætlar að telja? Aftur eru hér hvatar til lægri gæða. Á hinn bóginn telja erlendir styrkir háskóla séstaklega til fjármögnunar, en innlendir styrkir eru nánast forsenda þess að hægt sé að sækja um erlenda styrki. Það er ekki hægt að byggja efstu hæð húss án þess að fyrsta hæðin sé traust. Háskólar eru sérstakar stofnanir, þangað sem fólk sækir sér fjölbreytta menntun og mikilvægt rannsóknarstarf er unnið á fjölbreyttum grunni. Háskólar gegna lykilhlutverki í nútímasamfélagi og í samskiptum, samvinnu og samkeppni á alþjóðavettvangi. Að miða fjármögnun þeirra og ekki síður laun starfsfólks við framleiðslu, holar að innan starfsemi þeirra og tilgang. Það hefur svo alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræði, nýsköpun, atvinnulíf og menningu. Árangur í háskólakerfinu er í raun metinn yfir mun lengri tíma m.a. afleiddum áhrifum rannsókna og gæðum náms. En, ekki síður í þjóðfélagsgerðinni. Reynslan af svipuðum árgangurmiðuðum kerfum erlendis er slæm. Sem betur fer kemur fram í tillögu stjórnvalda að mikilvægt sé að endurskoða reglur á næstu árum og margar athugasemdir hafa komið fram í samráðsgátt, sem vonandi verður tekið tillit til. Það er þó ljóst að notkun einfaldra hvata í flóknu kerfi, mun hafa mikil áhrif til framtíðar og vinna gegn gæðum. Og það er ekki góður árangur. Höfundur er áhugamaður um rannsóknir, nám og kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Nýleg drög að reglum um fjárframlög til háskóla hafa að skýru leiðarljósi árangurstengingar. Sem dæmi munu háskólar fá fjármögnun sem fer að mestu eftir fjölda nema sem eru útskrifaðir. Fjármögnun vegna kennslu skiptist í misháa reikniflokka er miðast við áætlaðan kostnað við námið. Því fylgja kostir og gallar. Hér verður fyrst og fremst rætt um rannsóknarhluta fjármögnunarinnar sem miðar að stærstum hluta við erlenda styrki, talningar á fjölda útskrifaðra framhaldssnema og á rannsóknareiningum vegið að hluta til með umdeildu mati á áhrifum birtingar. Við fyrstu sýn, hljómar það bara skynsamlega og í raun hefur svipað kerfi stjórnað að stórum hluta launum akademísks starfsfólks opinberu háskólanna (Hí, HA, LBHÍ og að Hólum) um all nokkuð skeið. Á báðum þessum kerfum eru þó sömu risastóru gallarnir og hættan er að árangurstengingin vinni gegn gæðum þess árangurs sem á að vera takmarkið. Og í raun upplýsandi að fáar opinberar stofnanir eru fjármagnaðar eftir talningum á árangri (Alþingi - fjöldi mæltra orða eða samþykktra laga? Lögreglan - fjöldi leystra glæpa eða handtökur? Sjúkrahús – fjöldi læknaðra? Grunnskólar – árangur í prófum í 10 bekk?). Það er enginn tilviljun – það er ekki gagnlegt eða einfaldlega skaðlegt. Slíkir hvatar myndu leiða til allt annars en þeir væru ætlaðir (blaður á Alþingi, óþarfa lagasetningar, áherslu á auðleysta glæpi, aukin fjöldi handtekinna, áhersla á auðlæknanlega sjúkdóma og á próf í grunnskólum). Hvatar virka nefnilega en oft ekki eins og þeir eru hugsaðir. En aftur að rannsóknum í háskólum – eru mögulega önnur lögmál sem eiga við þar? Í fyrsta lagi er árangur/framleiðsla mjög ólík eftir fræðasviðum/háskólum – að borga laun eftir talningum á rannsóknareiningum eins og gert er í dag, hefur þær afleiðingar að prófessor í stærðfræði fær líklega lægri laun en prófessor í tölfræði (og fær lægri eftirlaun!). Báðir fyrirtaks fræðingar sem vinna jafn langa vinnudaga eftir um áratugs háskólanám, bæði jafn mikilvæg fyrir heildarstarfsemi háskóla enda mikilvægt að kunna bæði stærðfræði og tölfræði! Og sá sem rannsakar Alzheimer fær líklega lægri laun en sá sem rannsakar árlegar kvefpestir. Sá sem vandar sig, lægra en sá sem vandar sig of lítið. Hæst líklega sá sem endurtekur sig. Leiðrétta þarf fyrir slíku, annað er hrein og tær mismunun (sömu laun fyrir sömu vinnu). Og hvatar letja líka! Sá sem vill fá sem hæst laun ætti ekki að of miklum tíma í það sem ekki er talið vel til launa svo sem kennsla og samfélagsþjónusta innan fræðasamfélagsins. Hætta er á því að svipað gerist hjá háskólum, meiri áhersla verði á framleiðni þar sem hún er auðveldust og minni á þá þætti sem ekki telja. Í öðru lagi er mikil hætta á að gæði og magn fari ekki saman, reyndar hvorki í fjölda útskrifaðra nema né fjölda rannsóknagreina. Háskóli eða háskóladeild sem vill afla sér frekara fjármagns er líkleg til að hvetja (beint eða óbeint) starfsfólk til að útskrifa sem flesta nemendur og birta sem flestar greinar. Svar stjórnvalda við því er líklega að fylgst sé með gæðum, þau verði tryggð. En hér er einmitt kötturinn grafinn, slík gæðaviðmið verða alltaf lágmarksgæði – því ef bakaranum er borgað fyrir fjölda brauða sem hann bakar, þá er mikil hætta á því að hann baki lítill brauð og bragðlítil - en samt brauð. Sá sem tekur sér tíma til að baka stór hágæða brauð, hann á ekki heima í árangursdrifnu kerfi sem byggir á talningum. Almennt er almenningi það ekki ljóst að allflestar rannsóknir innan háskólakerfisins eru ekki fjármagnaðar fyrir utan laun háskólakennarans og sækja verður því fé til kostnaðarsamra rannsókna og launa framhaldsnema í samkeppnissjóði. Það er því einnig athyglivert að á meðan miða á fjármögnun við árangur, þá eru fjárframlög til samkeppnissjóða lækkuð um rúmlega milljarð þegar þetta er skrifað! Þó eru þeir nær eina leiðin til að fjármagna framhaldsnám yngra fólks og líklega besta leiðin til að tryggja gæði. Hvernig á að mennta þá sérfræðinga sem ráðuneyti hefur lýst yfir að skorti í þúsundatali hérlendis og ætlar að telja? Aftur eru hér hvatar til lægri gæða. Á hinn bóginn telja erlendir styrkir háskóla séstaklega til fjármögnunar, en innlendir styrkir eru nánast forsenda þess að hægt sé að sækja um erlenda styrki. Það er ekki hægt að byggja efstu hæð húss án þess að fyrsta hæðin sé traust. Háskólar eru sérstakar stofnanir, þangað sem fólk sækir sér fjölbreytta menntun og mikilvægt rannsóknarstarf er unnið á fjölbreyttum grunni. Háskólar gegna lykilhlutverki í nútímasamfélagi og í samskiptum, samvinnu og samkeppni á alþjóðavettvangi. Að miða fjármögnun þeirra og ekki síður laun starfsfólks við framleiðslu, holar að innan starfsemi þeirra og tilgang. Það hefur svo alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræði, nýsköpun, atvinnulíf og menningu. Árangur í háskólakerfinu er í raun metinn yfir mun lengri tíma m.a. afleiddum áhrifum rannsókna og gæðum náms. En, ekki síður í þjóðfélagsgerðinni. Reynslan af svipuðum árgangurmiðuðum kerfum erlendis er slæm. Sem betur fer kemur fram í tillögu stjórnvalda að mikilvægt sé að endurskoða reglur á næstu árum og margar athugasemdir hafa komið fram í samráðsgátt, sem vonandi verður tekið tillit til. Það er þó ljóst að notkun einfaldra hvata í flóknu kerfi, mun hafa mikil áhrif til framtíðar og vinna gegn gæðum. Og það er ekki góður árangur. Höfundur er áhugamaður um rannsóknir, nám og kennslu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun