Seinni heimsstyrjöldin

Fréttamynd

Sagan að endur­taka sig í beinni

Margir hafa tekið eftir því að heimsfréttir seinustu ára eru farnar að minna óþægilega mikið á sögulega viðburði sem gerðust á fyrri part síðustu aldar. Er það eðlileg þróun eða er það sem er að gerast núna í heiminum ekkert nýtt af nálinni?

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­rýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fas­ista

Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti sigur hægri­öfga­flokks frá seinna stríði

Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Undrast klappstýrur nas­ista í um­ræðunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eyddu sprengju úr seinni heims­styrj­öldinni í Hlíðar­fjalli

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi breskri sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli fyrir viku síðan. Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og umsjónarmaður síðunnar Grenndargralsins, var viðstaddur eyðinguna og segir allt hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Kjarnorkubréf Einsteins til sölu

Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðji stríðsþristurinn á leiðinni til Reykja­víkur

Tvær Douglas Dakota-flugvélar, sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöld, hófu sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli í dag, önnur í morgun en hin í hádeginu, eftir nokkurra daga viðdvöl á Íslandi. Þeir flugáhugamenn sem misstu af vélunum þurfa þó ekki að örvænta. Þær verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Merkasti stríðsþristurinn á heim­leið frá Normandí

Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð.

Innlent
Fréttamynd

Fann fyrir nær­veru hinna látnu í Auschwitz

„Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina.

Lífið
Fréttamynd

Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag

Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 

Erlent
Fréttamynd

Átta­tíu ár frá inn­rásinni í Normandí

Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans.

Erlent
Fréttamynd

80 til 120 her­skip lágu í Hval­firði

Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti stríðsþristurinn lentur

Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Fimm stríðsþristar á leiðinni til landsins

Fimm gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, millilenda á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Þar munu þær taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944.

Innlent
Fréttamynd

Berlínarborg vill losna við glæsivillu Göbbels

Landstjórn Berlínarborgar vill losna við umsjá yfir glæsilegu sveitabýli skammt frá borginni sem var reist handa Joseph Göbbels, áróðursráðherra Hitlers, árið 1939. Borgaryfirvöld freista þess að binda enda á áratugalanga óvissu um hvort beri að rífa býlið eða gera það upp þar sem það hefur ekki verið í notkun í fleiri áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig stendur á þessum hörmungunum?

Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Scholz varar við fjölgun í nýnasistahreyfingum

Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur lýst yfir áhyggjum af uppgangi öfgahægristefnu í landinu. Minningardagur helfararinnar var haldinn í gær og í ávarpi sínu varaði hann við fjölgun í nýnasistahreyfingum í Þýskalandi. 

Erlent