Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:39 Grafalvarlegt ástand ríkir nú meðal annars á Gasaströndinni í Palestínu. AP/Abdel Kareem Hana Aldrei síðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa jafn mörg stríð geysað í heiminum og nú. Bæði hefur fjöldi stríða og átaka farið vaxandi á heimsvísu og þá er að eiga sér stað aukin hervæðing samkvæmt nýrri rannsókn. Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen. Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira