Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:11 Hér má sjá Hermann Göring yfirgefa listaverkasölu Goudstikker eftir að sá síðarnefndi flúði borgina. EPA Málverk sem nasistar stálu af listaverkasala af gyðingsættum í Hollandi fannst áttatíu árum síðar á ljósmynd í fasteignaauglýsingu í Argentínu. Verkið hafði þá ferðast á milli landa og er nú talið vera í eigu dætra embættismanns nasista. Málverkið Fra' Galgario, málað af Giuseppe Ghislandi, var í eigu listaverkasalans Jacques Goudstikker. Hann var búsettur í Amsterdam en flúði þaðan í maí 1940 þegar nasistar Þýskalands nálguðust borgina. Hann fór um borð í skip en lést þar eftir að hafa fallið í lest skipsins og hálsbrotnað. Goudstikker átti yfir ellefu hundruð málverk en eftir flótta hans keypti Hermann Göring, einn æðsti maður Þriðja ríkisins, þau á afar lágu verði. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var einhverjum verkum skilað til Hollendinga og voru þau til sýnis á Rijkmuseum. Marei von Saher, tengdadóttir Goudstikker, fékk síðan verkin en hún var eini erfingi hans á lífi. Umrætt verk var ekki þar á meðal. Það var hollenska dagblaðið AD sem uppljóstraði hvað hafði orðið um málverkið, en það var merkt sem óskilað í gagnagrunni hollenska menningarráðuneytisins. Í frétt þeirra segir að samkvæmt skjölum frá stríðsárunum var verkið í eigu Friedrich Kadgien, embættismanns nasista. Hann hefði flúið til Sviss árið 1945, síðan Brasilíu og að lokum til Argentínu þar sem hann lést árið 1978. Blaðamenn AD hefðu ítrekað reynt að ná sambandi við dætur Kadgien, en þær hefðu aldrei svarað. Að lokum fór Peter Schouten, blaðamaður AD, til Argentínu og heimsótti dæturnar. Þær komu ekki til dyra en þar kom Schouten auga á merkingu sem gaf til kynna að húsið væri til sölu. Eftir að hafa flett í gegnum ljósmyndir af húsinu sáu blaðamenn blaðsins að þar héngi málverkið uppi á vegg. Vitnað er í fræðimenn í listasögu sem telja að um sé að ræða hið raunverulega Fra' Galgario. Dæturnar sem eiga málverkið neita hins vegar að ræða við blaðamennina, greinir Guardian frá en þar má sjá mynd af umræddu málverki. Argentína Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Holland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Málverkið Fra' Galgario, málað af Giuseppe Ghislandi, var í eigu listaverkasalans Jacques Goudstikker. Hann var búsettur í Amsterdam en flúði þaðan í maí 1940 þegar nasistar Þýskalands nálguðust borgina. Hann fór um borð í skip en lést þar eftir að hafa fallið í lest skipsins og hálsbrotnað. Goudstikker átti yfir ellefu hundruð málverk en eftir flótta hans keypti Hermann Göring, einn æðsti maður Þriðja ríkisins, þau á afar lágu verði. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var einhverjum verkum skilað til Hollendinga og voru þau til sýnis á Rijkmuseum. Marei von Saher, tengdadóttir Goudstikker, fékk síðan verkin en hún var eini erfingi hans á lífi. Umrætt verk var ekki þar á meðal. Það var hollenska dagblaðið AD sem uppljóstraði hvað hafði orðið um málverkið, en það var merkt sem óskilað í gagnagrunni hollenska menningarráðuneytisins. Í frétt þeirra segir að samkvæmt skjölum frá stríðsárunum var verkið í eigu Friedrich Kadgien, embættismanns nasista. Hann hefði flúið til Sviss árið 1945, síðan Brasilíu og að lokum til Argentínu þar sem hann lést árið 1978. Blaðamenn AD hefðu ítrekað reynt að ná sambandi við dætur Kadgien, en þær hefðu aldrei svarað. Að lokum fór Peter Schouten, blaðamaður AD, til Argentínu og heimsótti dæturnar. Þær komu ekki til dyra en þar kom Schouten auga á merkingu sem gaf til kynna að húsið væri til sölu. Eftir að hafa flett í gegnum ljósmyndir af húsinu sáu blaðamenn blaðsins að þar héngi málverkið uppi á vegg. Vitnað er í fræðimenn í listasögu sem telja að um sé að ræða hið raunverulega Fra' Galgario. Dæturnar sem eiga málverkið neita hins vegar að ræða við blaðamennina, greinir Guardian frá en þar má sjá mynd af umræddu málverki.
Argentína Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Holland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira