Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:11 Hér má sjá Hermann Göring yfirgefa listaverkasölu Goudstikker eftir að sá síðarnefndi flúði borgina. EPA Málverk sem nasistar stálu af listaverkasala af gyðingsættum í Hollandi fannst áttatíu árum síðar á ljósmynd í fasteignaauglýsingu í Argentínu. Verkið hafði þá ferðast á milli landa og er nú talið vera í eigu dætra embættismanns nasista. Málverkið Fra' Galgario, málað af Giuseppe Ghislandi, var í eigu listaverkasalans Jacques Goudstikker. Hann var búsettur í Amsterdam en flúði þaðan í maí 1940 þegar nasistar Þýskalands nálguðust borgina. Hann fór um borð í skip en lést þar eftir að hafa fallið í lest skipsins og hálsbrotnað. Goudstikker átti yfir ellefu hundruð málverk en eftir flótta hans keypti Hermann Göring, einn æðsti maður Þriðja ríkisins, þau á afar lágu verði. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var einhverjum verkum skilað til Hollendinga og voru þau til sýnis á Rijkmuseum. Marei von Saher, tengdadóttir Goudstikker, fékk síðan verkin en hún var eini erfingi hans á lífi. Umrætt verk var ekki þar á meðal. Það var hollenska dagblaðið AD sem uppljóstraði hvað hafði orðið um málverkið, en það var merkt sem óskilað í gagnagrunni hollenska menningarráðuneytisins. Í frétt þeirra segir að samkvæmt skjölum frá stríðsárunum var verkið í eigu Friedrich Kadgien, embættismanns nasista. Hann hefði flúið til Sviss árið 1945, síðan Brasilíu og að lokum til Argentínu þar sem hann lést árið 1978. Blaðamenn AD hefðu ítrekað reynt að ná sambandi við dætur Kadgien, en þær hefðu aldrei svarað. Að lokum fór Peter Schouten, blaðamaður AD, til Argentínu og heimsótti dæturnar. Þær komu ekki til dyra en þar kom Schouten auga á merkingu sem gaf til kynna að húsið væri til sölu. Eftir að hafa flett í gegnum ljósmyndir af húsinu sáu blaðamenn blaðsins að þar héngi málverkið uppi á vegg. Vitnað er í fræðimenn í listasögu sem telja að um sé að ræða hið raunverulega Fra' Galgario. Dæturnar sem eiga málverkið neita hins vegar að ræða við blaðamennina, greinir Guardian frá en þar má sjá mynd af umræddu málverki. Argentína Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Holland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Málverkið Fra' Galgario, málað af Giuseppe Ghislandi, var í eigu listaverkasalans Jacques Goudstikker. Hann var búsettur í Amsterdam en flúði þaðan í maí 1940 þegar nasistar Þýskalands nálguðust borgina. Hann fór um borð í skip en lést þar eftir að hafa fallið í lest skipsins og hálsbrotnað. Goudstikker átti yfir ellefu hundruð málverk en eftir flótta hans keypti Hermann Göring, einn æðsti maður Þriðja ríkisins, þau á afar lágu verði. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var einhverjum verkum skilað til Hollendinga og voru þau til sýnis á Rijkmuseum. Marei von Saher, tengdadóttir Goudstikker, fékk síðan verkin en hún var eini erfingi hans á lífi. Umrætt verk var ekki þar á meðal. Það var hollenska dagblaðið AD sem uppljóstraði hvað hafði orðið um málverkið, en það var merkt sem óskilað í gagnagrunni hollenska menningarráðuneytisins. Í frétt þeirra segir að samkvæmt skjölum frá stríðsárunum var verkið í eigu Friedrich Kadgien, embættismanns nasista. Hann hefði flúið til Sviss árið 1945, síðan Brasilíu og að lokum til Argentínu þar sem hann lést árið 1978. Blaðamenn AD hefðu ítrekað reynt að ná sambandi við dætur Kadgien, en þær hefðu aldrei svarað. Að lokum fór Peter Schouten, blaðamaður AD, til Argentínu og heimsótti dæturnar. Þær komu ekki til dyra en þar kom Schouten auga á merkingu sem gaf til kynna að húsið væri til sölu. Eftir að hafa flett í gegnum ljósmyndir af húsinu sáu blaðamenn blaðsins að þar héngi málverkið uppi á vegg. Vitnað er í fræðimenn í listasögu sem telja að um sé að ræða hið raunverulega Fra' Galgario. Dæturnar sem eiga málverkið neita hins vegar að ræða við blaðamennina, greinir Guardian frá en þar má sjá mynd af umræddu málverki.
Argentína Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Holland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira