Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 11:24 Pólskir slökkviliðsmenn tryggja brak úr dróna sem var skotinn niður í Czosnowka í dag. AP/Piotr Pyrkosz Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður allt að fjóra af nítján rússneskum drónum sem rufu lofthelgi landsins í nótt, að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra. „Ég hef enga ástæðu til þess að halda því fram að við séum á barmi stríðs en það hefur verið farið yfir strikið og þetta er óviðlíkjanlega hættulegra en fram að þessu,“ sagði Tusk á pólska þinginu í morgun. „Þessi staða færir okkar nær opnum stríðsátökum en við höfum verið frá síðari heimsstyrjöldinni.“ Sjö, og mögulega átta, drónar hafa fundist á nokkrum stöðum víðsvegar um Pólland, að sögn innanríkisráðuneyti þess. Þetta er í fyrsta skipti frá upphafi stríðsins í Úkraínu sem NATO-flugvélar hafa skotið niður rússneskar vígvélar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hélt því fram í morgun að drónarnir sem fóru inn í pólsku lofthelgina hefðu verið tuttugu og fjórir. Það hafi þó ekki verið endanlega staðfest. Pólsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að fjórða grein stofnsáttmála NATO verði virkjuð en hún felur í sér að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Jafnvel Orbán telur uppákomuna óásættanlega Evrópskir leiðtogar telja að Rússar hafi vísvitandi sent drónana til Póllands til þess að ögra og stigmagna átökin í Úkraínu. „Stríð Rússlands er að stigmagnast en ekki að ljúka. Við sáum alvarlegasta rof Rússa á lofthelgi Evrópu í Póllandi í nótt frá því að stríðið hófst og vísbendingar eru um að þetta hafi verið viljaverk, ekki óvart,“ sagði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, á sérstökum neyðarfundi ríkisstjórnar sinnar vegna drónaflugs Rússa inn í landið.AP/forsætisráðuneyti Póllands Talsmaður stjórnvalda í Kreml vildi ekki tjá sig um drónaflugið þegar hann var spurður í dag. Sakaði hann Evrópusambandið og NATO um að setja reglulega fram stoðlausar ásakanir um ögranir Rússa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði uppákomuna óásættanlega og að hann ætlaði að funda með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO. Alexander Stubb, forseti Finnlands, sakaði Rússa um að reyna að stigmagna átök við Evrópu. Jafnvel Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands og nánasti bandamaður Vladímírs Pútín í Evrópu, tók undir að drónaflugið væri ekki ásættanlegt. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður allt að fjóra af nítján rússneskum drónum sem rufu lofthelgi landsins í nótt, að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra. „Ég hef enga ástæðu til þess að halda því fram að við séum á barmi stríðs en það hefur verið farið yfir strikið og þetta er óviðlíkjanlega hættulegra en fram að þessu,“ sagði Tusk á pólska þinginu í morgun. „Þessi staða færir okkar nær opnum stríðsátökum en við höfum verið frá síðari heimsstyrjöldinni.“ Sjö, og mögulega átta, drónar hafa fundist á nokkrum stöðum víðsvegar um Pólland, að sögn innanríkisráðuneyti þess. Þetta er í fyrsta skipti frá upphafi stríðsins í Úkraínu sem NATO-flugvélar hafa skotið niður rússneskar vígvélar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hélt því fram í morgun að drónarnir sem fóru inn í pólsku lofthelgina hefðu verið tuttugu og fjórir. Það hafi þó ekki verið endanlega staðfest. Pólsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að fjórða grein stofnsáttmála NATO verði virkjuð en hún felur í sér að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Jafnvel Orbán telur uppákomuna óásættanlega Evrópskir leiðtogar telja að Rússar hafi vísvitandi sent drónana til Póllands til þess að ögra og stigmagna átökin í Úkraínu. „Stríð Rússlands er að stigmagnast en ekki að ljúka. Við sáum alvarlegasta rof Rússa á lofthelgi Evrópu í Póllandi í nótt frá því að stríðið hófst og vísbendingar eru um að þetta hafi verið viljaverk, ekki óvart,“ sagði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, á sérstökum neyðarfundi ríkisstjórnar sinnar vegna drónaflugs Rússa inn í landið.AP/forsætisráðuneyti Póllands Talsmaður stjórnvalda í Kreml vildi ekki tjá sig um drónaflugið þegar hann var spurður í dag. Sakaði hann Evrópusambandið og NATO um að setja reglulega fram stoðlausar ásakanir um ögranir Rússa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði uppákomuna óásættanlega og að hann ætlaði að funda með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO. Alexander Stubb, forseti Finnlands, sakaði Rússa um að reyna að stigmagna átök við Evrópu. Jafnvel Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands og nánasti bandamaður Vladímírs Pútín í Evrópu, tók undir að drónaflugið væri ekki ásættanlegt.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira