Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 12:08 Helfararminnisvarðinn í miðborg Berlínar. Nasistar myrtu milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum á heimsstyrjaldarárunum en síðustu eftirlifendurnir eru nú komnir vel til ára sinna. AP/Markus Schreiber Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira