Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ronaldo bjargaði stigi fyrir Juventus

Juventus heimsótti nágranna sína í Torino í ítalska boltanum í dag, en Torino hafði fyrir leikinn einungis unnið eina af seinustu 29 viðureignum liðanna. Juventus á enn smá von á að verja titilinn, en 2-2 jafntefli gegn Torino sem situr í 17. sæti setur strik í reikninginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Atalanta og Napoli með mikil­væga sigra

Það var mikil spenna í leikjum dagsins sem nú eru búnir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Atalanta og Napoli unnu bæði mikilvæga sigra í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan tapaði ó­vænt stigum á heima­velli

Sampdoria heimsótti AC Milan í fyrsta leik Seria A-deildarinnar á Ítalíu í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna óvæntan 1-0 útisigur en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus mistókst að vinna nýliðana

Það voru ansi óvænt úrslit í ítalska boltanum í dag þegar Juventus tapaði 0-1 á heimavelli gegn Benevento. Tapið setur dæld í titilvonir Juventus, en mikilvæg þrjú stig fyrir Benevento sem koma sér sjö stigum frá fallsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Endurkoma Bologna og Crotone nálgast fall

Bologna gerði sér lítið fyrir og unnu eins marks sigur gegn Crotone í ítalska boltanum í dag. Crotone var 2-0 yfir í hálfleik, en þrjú mörk gestanna í seinni hálfleik tryggði þeim sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan setur pressu á nágranna sína

AC Milan vann í dag sannfærandi tveggja marka sigur á útivelli gegn Hellas Verona. Sigurinn færir AC Milan upp í 56 stig í öðru sæti, en nágrannar þeirra í Inter hafa 59 stig í efsta sæti og eiga einn leik til góða.

Fótbolti