Framtíð Rüdiger hefur verið í mikilli óvissu undanfarna mánuði og löngu vitað að framtíð hans yrði ekki á Stamford Bridge.
Talið var að Real Madríd eða Barcelona myndu berjast um undirskrift þessa öfluga miðvarðar og gekk slúðrið það langt að talið var Rüdiger yrði einn launahæsti varnarmaður heims er hann myndi skrifa undir á Spáni.
Nú hefur La Gazzetta Dello Sport hins vegar öruggar heimildir fyrir því að hinn 29 ára gamli Rüdiger sé á leið til Juventus á Ítalíu. Á hann að hafa skrifað undir fjögurra ára samning.
Rüdiger hefur áður leikið á Ítalíu en hann lék með Roma í tvö tímabil áður en Chelsea festi kaup á miðverðinum sumarið 2017.