Ítalski boltinn

Fréttamynd

Fátt virðist stöðva AC Milan

Fjölmargir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag en helst ber að nefna góðan sigur hjá AC Milan gegn Bologna 1-0, en Mathieu Flamini skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan gefur ekkert eftir

AC-Milan gaf ekkert eftir í toppbaráttunni í kvöld en þeir unnu Brescia1-0 í ítölsku A-deildinni. Robinho skoraði eina mark leiksins í heldur tíðindalitlum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho ætlar sér aftur til Inter, en ekki strax

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagði við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport að allar þær sögusagnir um það að Portúgalinn væri á leiðinni til Inter strax aftur á næsta tímabili væru úr lausu lofti gripnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonir Napoli orðnar litlar, en Inter gefst ekki upp

Átta leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og fjölmargir skemmtilegir leikir litu dagsins ljós. Palermo vann óvæntan sigur, 2-1, gegn Napoli og gerðu gott sem útum meistaravonir Napoli, en þeir eru sex stigum á eftir AC Milan sem á leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer Tevez í ítalska boltann?

Samkvæmt ítalska dagblaðinu Corriere dello Sport verður það algjört forgangsatriði hjá Inter Milan að festa kaup á Carlos Tevez, fyrirliða Manchester City fyrir næsta tímabil.

Enski boltinn
Fréttamynd

Markasúpa á Ítalíu

Sex leikir fóru fram í seríu A á Ítalíu í dag og mörkin létu ekki á sér standa. Fiorentina og Juventus gerðu markalaust jafntefli í stærsta leik dagsins sem verður að teljast slæm úrslit fyrir bæði lið.

Fótbolti
Fréttamynd

Boateng verður áfram hjá Milan

Ferill Ganamannsins Kevin Prince-Boateng hefur verið afar sérstakur. Hann fór frá Portsmouth yfir til ítalska liðsins Genoa þar sem hann var lánaður til besta liðs Ítalíu, AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan baðst afsökunar á rauða spjaldinu

Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic baðst afsökunar á blaðamannfundi að hafa verið rekinn af leikvelli undir lok leiksins gegn Fiorentina í ítalska fótboltanum í gær. Zlatan, sem leikur með AC Milan, fékk sitt annað gula spjald rétt undir lok leiksins fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið innkast og sagði hann einhver vel valin orð við aðstoðardómarann.

Fótbolti
Fréttamynd

Luca Toni kom Juventus til bjargar gegn Genoa

Juventus vann góðan sigur, 3-2, gegn Genoa í ítölsku A-deildinni í dag. Juventus hefur gengið nokkuð illa í vetur en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 51 stig eftir sigurinn. Genoa er enn í 12. sætinu með 39 stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter saxar á forskot Milan

Ítalíumeistarar Inter minnkuðu forskot AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu niður í þrjú stig í kvöld. Inter vann þá heimasigur á Chievo, 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Pato með tvö í sigri Milan

AC Milan vann í kvöld gríðarmikilvægan sigur á Inter í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. Brasilíumaðurinn Pato skoraði tvö mörk í 3-0 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli þarf að fullorðnast

Mario Balotelli hefur fengið þau skilaboð frá forráðamönnum ítalska landsliðsins að hann þurfi að taka út ákveðinn þroska áður en hann getur aftur spilað með landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikbann Ibrahimovic stytt

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, þarf bara að taka út tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Bari fyrir tveimur vikum síðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Pato slær sér upp með dóttur Berlusconi

Brasilíumaðurinn Pato vinnur að því hörðum höndum að tryggja sér öruggt sæti í byrjunarliði AC Milan. Það skemmir eflaust ekkert fyrir möguleikum hans að hann sé kominn á fast með dóttur Silvio Berlusconi, eiganda félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti ætlar aldrei að þjálfa lið Inter Milan

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þarf að svara spurningum um framtíð sína hjá Chelsea á hverjum einasta blaðamannafundi sem hann heldur þessa dagana. Það eru nefnilega miklar vangaveltur um framtíð hans á Brúnni og hefur hann verið orðaður við mörg ítölsk félög að undanförnu. Ancelotti segir þó ekki koma til greina að fara til eins félags - nágranna AC Milan í Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Aquilani ekki ódýr

Ef Juventus ætlar sér að halda Alberto Aquilani þarf félagið að greiða Liverpool um sextán milljónir evra fyrir hann eða um 2,6 milljarða króna. Þetta staðhæfir umboðsmaður Aquilani í ítölskum fjölmiðlum í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Inter minnkar forystu Milan í tvö stig

Inter Milan minnkaði forystu granna sinna í AC Milan niður í tvö stig í baráttunni um ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu. Inter hafði betur gegn Lecce í deildinni í dag, 1-0, og var það Giampaolo Pazzini sem skoraði sigurmarkið á 52. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan dæmdur í þriggja leikja bann - missir af Mílanó-slagnum

Zlatan Ibrahimovic fékk rauða spjaldið í 1-1 jafntefli við Bari í ítölsku deildinni um helgina eftir að hafa æft karatespark á Marco Rossi, varnarmanni Bari, á 74. mínútu leiksins. Í dag kom í ljós að sænski framherjinn skapheiti verður í banni í næstu þremur leikjum.

Fótbolti