Enski boltinn

Fiorentina heimtar að Berbatov borgi fyrir flugmiðana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn Fiorentina eru enn reiðir Búlgaranum Dimitar Berbatov fyrir að svíkja þá í síðustu viku en þeir gripu í tómt þegar þeir ætluðu að taka á móti Berbatov á flugvellinum í Flórens.

Dimitar Berbatov hætti við að fljúga til Ítalíu og samdi á endanum við enska úrvalsdeildarliðið Fulham. Berbatov var að leita sér að liði eftir að ljóst var að hann átti sér ekki framtíð með Manchester United.

Ráðamenn í Fiorentina heimta nú að Berbatov endurgreiði þeim flugmiðana, fyrir hann og umboðsmanninn, en þeir voru að sjálfsögðu á fyrsta farrými.

Það átti bara eftir að ganga frá smáatriðunum í samningnum og fjöldi stuðningsmanna Fiorentina-liðsins beið á flugvellinum til þess að taka á móti nýju hetjunni sinni.

„Við viljum fá peningana okkar til baka," sagði Daniele Prade íþróttastjóri Fiorentina við ítölsku fréttastofuna ANSA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×