
Tækni

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Sérfræðingar í kolefnisbindingu segja nýlega umfjöllun Heimildarinnar um kolefnisföngunarfyrirtækið Climeworks ekki gefa sanngjarna mynd af starfsemi þess. Ekki sé rétt að stilla því þannig upp að fyrirtækið losi meira en það bindi.

„Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“
Við höfum ákveðna ímynd af hökkurum úr sjónvarpinu. Sem reyndar á ekki að skrifa sem hakkari, heldur hjakkari að sögn Gyðu Bjarkardóttur hjakkara og hugbúnaðarprófara.

Controlant sér fram á að skila arðsemi í árslok eftir stórar hagræðingaraðgerðir
Tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur þurft að ráðast í miklar hagræðingaraðgerðir síðustu misseri vegna rekstrarerfiðleika, telur að kjarnatekjur félagsins muni aukast um tugi prósenta á þessu ári og markmiðið er sett á að reksturinn verði farinn að skila hagnaði undir árslok 2025. Tveir stærstu hluthafar Controlant eru núna lífeyrissjóðir, samanlagt með yfir fimmtungshlut, en þeir voru varðir gagnvart þynningu á eignarhlut sínum þegar félagið kláraði um fimm milljarða króna fjármögnun seint á liðnu ári.

„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“
„Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær.

Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Forsvarsmenn tæknirisans Apple eru búnir að taka skref í átt að því að gera fólki kleift að stýra snjalltækjum fyrirtækisins með heilabylgjum. Með því að setja litlar tölvur í heila fólks sem greina geta rafboð í heilanum og túlkað þau á að verða hægt að stýra tækjum með hugsunum.

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Takast þarf á við þjófnað í verslunum á fjölbreyttan hátt, bæði með tækni og starfsmönnum að mati sérfræðings hjá Öryggismiðstöðinni. Hann segir þó vakandi starfsmenn og snyrtilegt umhverfi bestu forvörnina.

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Forsvarsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab hafa gert samning við flugher Bandaríkjanna um að flytja farm með geimflaugum. Þannig á að nota eldflaug til að flytja frá einum stað á jörðinni til annars á einstaklega stuttum tíma, mögulega í neyðartilfellum.

Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu
Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu.

Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best
„Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital.

„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök”
„Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair.

Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma
Á nýju markaðstorgi Sinna er fókusinn heilsa, útlit og vellíðan og á sinna.is er hægt að bóka tíma hjá hárgreiðslustofum, snyrtistofum, heilsulindum, nuddstofum, og í margskonar aðra þjónustu m.a. í þjálfun, förðun, ljósmyndatöku og margt fleira áhugavert. Það hefur aldrei verið jafn einfalt að skoða úrval þjónustuframboðs og bóka tíma.

Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar
Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug.

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu.

Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma
Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis og Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, segja mikilvægt að foreldrar setji börnum mörk um skjátíma. Mikilvægt sé þó að byrja á sjálfum sér.

Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar
Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins.

„Við erum mjög háð rafmagninu“
Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt.

Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“
„Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum.

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag.

Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans
Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli.

Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“
Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn.

Spotify liggur niðri
Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa.

Snjallsímar undanskildir tollunum
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.

Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja
„Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum.

Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum
„Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup.

Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum
Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka.

Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp
Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því.

Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag
Það er mikið um að vera í Neskaupstað í dag því þar fer fram Tæknidagur fjölskyldunnar tíunda árið í röð á vegum Verkmenntaskóla Austurlands. Fjölmörg fyrirtæki á svæðinu munu kynna starfsemi sína, auk þess, sem skólinn kynnir námið sitt og Vísindasmiðjur Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri verða á staðnum svo eitthvað sé nefnt.

Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“
Egill Helgason bókarýnir, sjónvarpsmaður og fjölmiðlarýnir hefur fengið sig full saddan. Hann stingur af því tilefni niður penna og upplýsir fylgjendur sína í þúsundatali um afstöðu sína til sjálfsafgreiðslukassa: „Ég hata - sjálfsafgreiðslu í búðum.“

Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar
Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað.

Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025
Á HönnunarMars sameinast ólíkar greinar hönnunar og arkitektúrs í kraftmikilli og áhugaverðri hátíð sem snertir á fjölbreytilegum hliðum samfélags og atvinnulífs, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar og stafrænnar hönnunar svo dæmi séu nefnd. Polestar tekur þátt í HönnunarMars á ýmsa vegu.