Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2025 12:33 Nýja flugbrautin í Nuuk. Fjallið Sermitsiaq, sem flugvélin rakst á, sést til hægri. Isavia Flugmaðurinn litlu Cessna-flugvélarinnar, sem fórst við Nuuk á laugardag, var reyndur breskur ferjuflugmaður. Hann hugðist millilenda í Reykjavík á sunnudagskvöld og fljúga áfram til Skotlands á mánudag. „Hann var einn af okkar fastakúnnum. Hann fór oft hérna í gegn, nánast vikulega,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Íslenska flugafgreiðslufélagsins Reykjavik FBO. „Hann var mjög reyndur ferjuflugmaður og búinn að starfa við þetta í mörg ár. Hann var þægilegur í viðmóti og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessvegna kemur manni þetta svo mikið á óvart.“ Flugmaðurinn hugðist fljúga frá Goose Bay á Labrador (YYR) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi. Þegar Narsarsuaq-völlur lokaðist ákvað hann að stefna til Nuuk.FlightAware Flugmaðurinn var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hann hugðist fara hefðbundna flugleið ferjuflugmanna um Grænland og Ísland, með millilendingu í Narsarsuaq og Reykjavík. Flugvélin bar skrásetningarstafina N9009F. Hér sést flugferill hennar áður en hún rakst á fjallið.Flightradar24 Eftir flugtak frá Goose Bay á Labrador snemma að morgni laugardags áætlaði hann að fljúga til Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flugvöllurinn þar lokaðist hins vegar vegna slæms skyggnis. Flugmaðurinn breytti þá um stefnu og ákvað í staðinn að halda til Nuuk. Flugvélin, sem var af gerðinni Cessna 182 Skylane, hafði áætlað lendingu í Narsarsuaq klukkan 13:10. Ferlar á flugratsjársíðum sýna flugvélina stefna í átt að Nuuk og að fjallinu Sermitsiaq, sem er á eyju norðaustan bæjarins. Síðasta skráða flughæð vélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð. Tilkynnt var í gærmorgun að flak flugvélarinnar hefði fundist í hlíðum fjallsins og að flugmaðurinn hefði látist. Fjallið Sermitsiaq. Flugvélin fórst í efstu tindum fjallsinsGetty Að sögn Guðmundar Þengils hjá Íslenska flugafgreiðslufélaginu rak flugmaðurinnn fyrirtæki sem annaðist ferjuflug. Flaug hann meðal annars mikið fyrir flugvélaframleiðendur með nýjar flugvélar frá verksmiðjum til viðskiptavina. Hann áætlaði að koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Segir Guðmundur að hann hafi yfirleitt gist á Hótel Natura og flogið svo héðan daginn eftir, oftast til Wick-flugvallar í Skotlandi. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst, Cessna 182 Skylane.wikimedia/Adrian Pingstone Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
„Hann var einn af okkar fastakúnnum. Hann fór oft hérna í gegn, nánast vikulega,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Íslenska flugafgreiðslufélagsins Reykjavik FBO. „Hann var mjög reyndur ferjuflugmaður og búinn að starfa við þetta í mörg ár. Hann var þægilegur í viðmóti og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessvegna kemur manni þetta svo mikið á óvart.“ Flugmaðurinn hugðist fljúga frá Goose Bay á Labrador (YYR) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi. Þegar Narsarsuaq-völlur lokaðist ákvað hann að stefna til Nuuk.FlightAware Flugmaðurinn var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hann hugðist fara hefðbundna flugleið ferjuflugmanna um Grænland og Ísland, með millilendingu í Narsarsuaq og Reykjavík. Flugvélin bar skrásetningarstafina N9009F. Hér sést flugferill hennar áður en hún rakst á fjallið.Flightradar24 Eftir flugtak frá Goose Bay á Labrador snemma að morgni laugardags áætlaði hann að fljúga til Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flugvöllurinn þar lokaðist hins vegar vegna slæms skyggnis. Flugmaðurinn breytti þá um stefnu og ákvað í staðinn að halda til Nuuk. Flugvélin, sem var af gerðinni Cessna 182 Skylane, hafði áætlað lendingu í Narsarsuaq klukkan 13:10. Ferlar á flugratsjársíðum sýna flugvélina stefna í átt að Nuuk og að fjallinu Sermitsiaq, sem er á eyju norðaustan bæjarins. Síðasta skráða flughæð vélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð. Tilkynnt var í gærmorgun að flak flugvélarinnar hefði fundist í hlíðum fjallsins og að flugmaðurinn hefði látist. Fjallið Sermitsiaq. Flugvélin fórst í efstu tindum fjallsinsGetty Að sögn Guðmundar Þengils hjá Íslenska flugafgreiðslufélaginu rak flugmaðurinnn fyrirtæki sem annaðist ferjuflug. Flaug hann meðal annars mikið fyrir flugvélaframleiðendur með nýjar flugvélar frá verksmiðjum til viðskiptavina. Hann áætlaði að koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Segir Guðmundur að hann hafi yfirleitt gist á Hótel Natura og flogið svo héðan daginn eftir, oftast til Wick-flugvallar í Skotlandi. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst, Cessna 182 Skylane.wikimedia/Adrian Pingstone
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48
Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11