Erlent

Misstu allt sam­band við Inter­netið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kabúl, höfuðborg Afganistan.
Kabúl, höfuðborg Afganistan. Getty

Íbúar í Afganistan misstu samband við Internetið í dag. Sambandsleysið kemur í kjölfar þess að Talíbanarnir sem eru við stjórnvölinn lokuðu fyrir aðgang að Internetinu fyrir tveimur vikum.

Tvær vikur eru liðnar síðan að Talíbanir lokuðu fyrir aðgang að netinu fyrir íbúa í um 24 umdæmum landsins. Ástæðan var að þeir vildu koma í veg fyrir að fólk væri að misnota netið og koma í veg fyrir siðferðislega ranga notkun þess. Þá var einungis lokað fyrir net í gegnum ljósleiðara en núna virkar hvorki net í gegnum ljósleiðara né í gegnum farsímann sjálfan.

Afghan Telecom, opinbert fyrirtæki í Afganistan, á meirihluta ljósleiðarakerfisins í landinu og greiða farsímafyrirtæki þeim fyrir aðgang að kerfinu. Samkvæmt NYT liggur ekki fyrir hvort farsímafyrirtækjunum hafi verið skipað að slökkva á aðganginum að Internetinu eða hvort Afghan Telecom hafi lokað fyrir aðganginn.

Þegar Talíbanar voru fyrst við stjórnvölinn í Afganistan lokuðu þeir fyrir aðgang íbúa að Internetinu og þjörmuðu að erlendum farsímafyrirtækjum sem á endanum hættu að bjóða upp á þjónustu sína þar. Þeir hafa áður nýtt slíkar aðferðir, til að mynda þegar þeir tóku yfir Kabúl, höfuðborg Afganistans, í ágúst 2021 til að koma í veg fyrir mótmæli íbúanna. 

Í Afganistan eru einnig strangar reglur í gildi um fjölmiðla og komast íbúarnir einungis inn á vefsíður fjölmiðla sem Talíbanar hafa sérstaklega samþykkt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×