Tjáningarfrelsi Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. Innlent 11.8.2022 11:19 Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Erlent 13.7.2022 22:09 Barnaníðingsmælirinn ekki meiðyrði Sacha Baron Cohen var í gær sýknaður fyrir dómi í Manhattan í máli sem Roy Moore, fyrrverandi dómari í Alabama, höfðaði gegn honum. Moore vildi meina að Cohen hafi látið hann líta út fyrir að vera barnaníðing í þætti sínum „Who Is America?“. Erlent 8.7.2022 11:17 Harry prins vann meiðyrðamál Harry Bretaprins lagði útgefanda Daily Mail í meiðyrðamáli sem hann höfðaði eftir að grein í The Mail on Sunday um meinta yfirhylmingu prinsins á deilum hans við krúnuna var birt. Erlent 8.7.2022 11:17 Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk Lögmaður hefur áhyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu of langt í átt að vinsælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjólstæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans fólk sem Samtökin ’78 segja full af hatri og grafa undan tilvist þess. Innlent 4.7.2022 17:10 „Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. Erlent 1.7.2022 07:45 Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári. Erlent 29.6.2022 06:59 Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. Innlent 20.6.2022 14:08 Hættulegar hugmyndir um hatursorðræðu Í ágúst 2020 skrifaði Arnar Sverrisson, sálfræðingur, blaðagrein þar sem hann lýsti eftirfarandi skoðun sinni á kynskiptaaðgerðum. Skoðun 20.6.2022 10:00 Lúðvík fær ekki að áfrýja dómi í meiðyrðamáli sínu til Hæstaréttar Hæstiréttur hafnaði ósk Lúðvíks Bergvinssonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn ritstjóra Viðskiptablaðsins og útgáfufélags þess. Málið var ekki talið hafa verulegt almennt gildi. Innlent 15.6.2022 17:30 Hæstiréttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ársæls Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Innlent 10.6.2022 08:09 Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því. Innlent 8.6.2022 09:17 „Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. Innlent 1.6.2022 21:01 Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Erlent 1.6.2022 18:07 Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. Innlent 31.5.2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. Innlent 30.5.2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Innlent 30.5.2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Innlent 30.5.2022 15:54 Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. Innlent 30.5.2022 12:55 Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. Innlent 27.5.2022 17:00 Segir að gera þurfi greinarmun á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu Mannréttindalögmaður segir að gera þurfi greinarmun á því hvað teljist öflug pólitísk umræða og hatursorðræða. Stjórnvöldum beri að tryggja frelsi einstaklinga til að taka þátt í pólitískri umræðu. Innlent 27.5.2022 15:41 „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. Innlent 27.5.2022 12:16 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. Innlent 25.5.2022 15:25 Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. Innlent 25.5.2022 11:16 Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. Innlent 24.5.2022 15:26 Páll Vilhjálmsson fór bónleiður til búðar frá umboðsmanni Hinn umdeildi Páll Vilhjálmsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og bloggari, sendi umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hann taldi fyrirliggjandi að Kristinn Þorsteinsson skólameistari hafi reist tjáningarfrelsi sínu skorður. Umboðsmaður tekur ekki undir það með Páli. Innlent 11.5.2022 09:34 Þórður Snær segist ekki lengur geta setið undir óhróðri Páls Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson ætla að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara og framhaldsskólakennara fyrir meiðyrði. Innlent 9.5.2022 12:24 „Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Innlent 4.5.2022 21:38 Sverrir Einar áfrýjar máli sínu á hendur Sindra Þór Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju vínbúðarinnar hefur ákveðið að áfrýja máli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni markaðsstjóra Tjarnarbíós. Innlent 4.5.2022 16:41 Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra. Innlent 2.5.2022 12:15 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 … 8 ›
Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. Innlent 11.8.2022 11:19
Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Erlent 13.7.2022 22:09
Barnaníðingsmælirinn ekki meiðyrði Sacha Baron Cohen var í gær sýknaður fyrir dómi í Manhattan í máli sem Roy Moore, fyrrverandi dómari í Alabama, höfðaði gegn honum. Moore vildi meina að Cohen hafi látið hann líta út fyrir að vera barnaníðing í þætti sínum „Who Is America?“. Erlent 8.7.2022 11:17
Harry prins vann meiðyrðamál Harry Bretaprins lagði útgefanda Daily Mail í meiðyrðamáli sem hann höfðaði eftir að grein í The Mail on Sunday um meinta yfirhylmingu prinsins á deilum hans við krúnuna var birt. Erlent 8.7.2022 11:17
Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk Lögmaður hefur áhyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu of langt í átt að vinsælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjólstæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans fólk sem Samtökin ’78 segja full af hatri og grafa undan tilvist þess. Innlent 4.7.2022 17:10
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. Erlent 1.7.2022 07:45
Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári. Erlent 29.6.2022 06:59
Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. Innlent 20.6.2022 14:08
Hættulegar hugmyndir um hatursorðræðu Í ágúst 2020 skrifaði Arnar Sverrisson, sálfræðingur, blaðagrein þar sem hann lýsti eftirfarandi skoðun sinni á kynskiptaaðgerðum. Skoðun 20.6.2022 10:00
Lúðvík fær ekki að áfrýja dómi í meiðyrðamáli sínu til Hæstaréttar Hæstiréttur hafnaði ósk Lúðvíks Bergvinssonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn ritstjóra Viðskiptablaðsins og útgáfufélags þess. Málið var ekki talið hafa verulegt almennt gildi. Innlent 15.6.2022 17:30
Hæstiréttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ársæls Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Innlent 10.6.2022 08:09
Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því. Innlent 8.6.2022 09:17
„Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. Innlent 1.6.2022 21:01
Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Erlent 1.6.2022 18:07
Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. Innlent 31.5.2022 20:01
„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. Innlent 30.5.2022 19:30
„Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Innlent 30.5.2022 19:15
Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Innlent 30.5.2022 15:54
Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. Innlent 30.5.2022 12:55
Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. Innlent 27.5.2022 17:00
Segir að gera þurfi greinarmun á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu Mannréttindalögmaður segir að gera þurfi greinarmun á því hvað teljist öflug pólitísk umræða og hatursorðræða. Stjórnvöldum beri að tryggja frelsi einstaklinga til að taka þátt í pólitískri umræðu. Innlent 27.5.2022 15:41
„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. Innlent 27.5.2022 12:16
Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. Innlent 25.5.2022 15:25
Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. Innlent 25.5.2022 11:16
Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. Innlent 24.5.2022 15:26
Páll Vilhjálmsson fór bónleiður til búðar frá umboðsmanni Hinn umdeildi Páll Vilhjálmsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og bloggari, sendi umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hann taldi fyrirliggjandi að Kristinn Þorsteinsson skólameistari hafi reist tjáningarfrelsi sínu skorður. Umboðsmaður tekur ekki undir það með Páli. Innlent 11.5.2022 09:34
Þórður Snær segist ekki lengur geta setið undir óhróðri Páls Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson ætla að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara og framhaldsskólakennara fyrir meiðyrði. Innlent 9.5.2022 12:24
„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Innlent 4.5.2022 21:38
Sverrir Einar áfrýjar máli sínu á hendur Sindra Þór Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju vínbúðarinnar hefur ákveðið að áfrýja máli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni markaðsstjóra Tjarnarbíós. Innlent 4.5.2022 16:41
Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra. Innlent 2.5.2022 12:15