Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 14:35 Kristinn Þorsteinsson er ekki ánægður með skrif Páls Vilhjálmssonar. Stöð 2/Egill/Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. Þetta segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í tölvupósti sem hann sendi á nemendur og foreldra nemenda í FG. „Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu,“ segir hann en hann þurfti að slá á fingur Páls árið 2021 vegna skrifa hans um Helga Seljan blaðamann. Nú eru það afar umdeild skrif Páls í Morgunblaðið sem eru á milli tannanna á nemendum skólans. Í Staksteinum Morgunblaðsins kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málfrelsið mikilvægt en málið ekki einfalt Kristinn segir að málfrelsi sé mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu. „En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinsegin nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin '78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd,“ segir Kristinn. Þarna takist á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Samstarfsfólki þykir miður að skólinn sé dreginn inn í umræðuna Þá segir Kristinn að inn í átök nemenda og Páls blandist samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal. „Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.“ Stefnan að vernda nemendur en ekki unnt að reka kennarann Kristinn ítrekar að stefna skólans sé að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfi hinsegin fulltrúi og skólinn sé með stefnu í málefnum hinsegin nemenda. „Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós,“ segir Kristinn að lokum. Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Þetta segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í tölvupósti sem hann sendi á nemendur og foreldra nemenda í FG. „Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu,“ segir hann en hann þurfti að slá á fingur Páls árið 2021 vegna skrifa hans um Helga Seljan blaðamann. Nú eru það afar umdeild skrif Páls í Morgunblaðið sem eru á milli tannanna á nemendum skólans. Í Staksteinum Morgunblaðsins kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málfrelsið mikilvægt en málið ekki einfalt Kristinn segir að málfrelsi sé mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu. „En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinsegin nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin '78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd,“ segir Kristinn. Þarna takist á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Samstarfsfólki þykir miður að skólinn sé dreginn inn í umræðuna Þá segir Kristinn að inn í átök nemenda og Páls blandist samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal. „Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.“ Stefnan að vernda nemendur en ekki unnt að reka kennarann Kristinn ítrekar að stefna skólans sé að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfi hinsegin fulltrúi og skólinn sé með stefnu í málefnum hinsegin nemenda. „Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós,“ segir Kristinn að lokum.
Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira