Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 14:35 Kristinn Þorsteinsson er ekki ánægður með skrif Páls Vilhjálmssonar. Stöð 2/Egill/Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. Þetta segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í tölvupósti sem hann sendi á nemendur og foreldra nemenda í FG. „Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu,“ segir hann en hann þurfti að slá á fingur Páls árið 2021 vegna skrifa hans um Helga Seljan blaðamann. Nú eru það afar umdeild skrif Páls í Morgunblaðið sem eru á milli tannanna á nemendum skólans. Í Staksteinum Morgunblaðsins kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málfrelsið mikilvægt en málið ekki einfalt Kristinn segir að málfrelsi sé mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu. „En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinsegin nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin '78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd,“ segir Kristinn. Þarna takist á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Samstarfsfólki þykir miður að skólinn sé dreginn inn í umræðuna Þá segir Kristinn að inn í átök nemenda og Páls blandist samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal. „Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.“ Stefnan að vernda nemendur en ekki unnt að reka kennarann Kristinn ítrekar að stefna skólans sé að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfi hinsegin fulltrúi og skólinn sé með stefnu í málefnum hinsegin nemenda. „Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós,“ segir Kristinn að lokum. Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Þetta segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í tölvupósti sem hann sendi á nemendur og foreldra nemenda í FG. „Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu,“ segir hann en hann þurfti að slá á fingur Páls árið 2021 vegna skrifa hans um Helga Seljan blaðamann. Nú eru það afar umdeild skrif Páls í Morgunblaðið sem eru á milli tannanna á nemendum skólans. Í Staksteinum Morgunblaðsins kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málfrelsið mikilvægt en málið ekki einfalt Kristinn segir að málfrelsi sé mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu. „En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinsegin nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin '78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd,“ segir Kristinn. Þarna takist á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Samstarfsfólki þykir miður að skólinn sé dreginn inn í umræðuna Þá segir Kristinn að inn í átök nemenda og Páls blandist samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal. „Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.“ Stefnan að vernda nemendur en ekki unnt að reka kennarann Kristinn ítrekar að stefna skólans sé að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfi hinsegin fulltrúi og skólinn sé með stefnu í málefnum hinsegin nemenda. „Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós,“ segir Kristinn að lokum.
Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira