Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 14:26 Evan Gershkovich í glerbúri í réttarsal í Moskvu í morgun. Hann er fyrsti bandaríski blaðamaðurinn sem er handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá lokum kalda stríðsins. AP/Dmitrí Serebrjakov Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. Rússneska leyniþjónustan handtók Gershkovich, fréttaritara Wall Street Journal þegar hann var að afla frétta í nágrenni Katrínarborgar í mars. Hann var sakaður um njósnir og hnepptur í gæsluvarðhald. Dómstóll úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. ágúst í síðasta mánuði en hann áfrýjaði. Fréttamönnum var vísað úr dómsalnum áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Þeir fylgdust með uppkvaðningunni á sjónvarpsskjám annars staðar í dómshúsinu. Gershkovich og Wall Street Journal vísa ásökunum rússneskra stjórnvalda á bug. Bandaríkjastjórn segir blaðamanninn hafa verið handtekinn ólöglega. Rússar hafa ekki lagt fram rökstuðning eða sannanir fyrir ásökunum sínum til þessa. AP-fréttastofan segir að Lefortovo-fangelsið í Moskvu sé alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Lögmaður Gershkovich segir að bandarískum erindrekum hafi í þrígang verið meinað að hitta hann frá því í apríl. Allt að eitt og hálft ár gæti tekið að ljúka rannsókn á málinu. Sérfræðingar telja ekki ósennilegt að stjórnvöld í Kreml hafi látið handtaka Gershkovich til þess að nota hann sem skiptimynt í fangaskiptum við Bandaríkjastjórn líkt og þeir gerðu með Brittney Griner, bandaríska körfuboltakonu, sem var handtekin fyrir minniháttar sakir í Rússlandi. Rússland Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43 Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rússneska leyniþjónustan handtók Gershkovich, fréttaritara Wall Street Journal þegar hann var að afla frétta í nágrenni Katrínarborgar í mars. Hann var sakaður um njósnir og hnepptur í gæsluvarðhald. Dómstóll úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. ágúst í síðasta mánuði en hann áfrýjaði. Fréttamönnum var vísað úr dómsalnum áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Þeir fylgdust með uppkvaðningunni á sjónvarpsskjám annars staðar í dómshúsinu. Gershkovich og Wall Street Journal vísa ásökunum rússneskra stjórnvalda á bug. Bandaríkjastjórn segir blaðamanninn hafa verið handtekinn ólöglega. Rússar hafa ekki lagt fram rökstuðning eða sannanir fyrir ásökunum sínum til þessa. AP-fréttastofan segir að Lefortovo-fangelsið í Moskvu sé alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Lögmaður Gershkovich segir að bandarískum erindrekum hafi í þrígang verið meinað að hitta hann frá því í apríl. Allt að eitt og hálft ár gæti tekið að ljúka rannsókn á málinu. Sérfræðingar telja ekki ósennilegt að stjórnvöld í Kreml hafi látið handtaka Gershkovich til þess að nota hann sem skiptimynt í fangaskiptum við Bandaríkjastjórn líkt og þeir gerðu með Brittney Griner, bandaríska körfuboltakonu, sem var handtekin fyrir minniháttar sakir í Rússlandi.
Rússland Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43 Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. 18. apríl 2023 15:43
Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33