Facebook bannar ekki forseta sem hótaði andstæðingum ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 11:42 Hun Sen, fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu, hætti á Facebook þegar ráðgjafarnefnd vildi banna hann fyrir ofbeldishótanir. AP/Heng Sinith Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff. Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar.
Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira