Facebook bannar ekki forseta sem hótaði andstæðingum ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 11:42 Hun Sen, fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu, hætti á Facebook þegar ráðgjafarnefnd vildi banna hann fyrir ofbeldishótanir. AP/Heng Sinith Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff. Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Utanaðkomandi ráðgjafarnefnd Meta lagði til að fyrirtækið bannaði aðgang Hun Sen, þáverandi forsætisráðherra Kambódíu, í júní, skömmu fyrir kosningar, vegna myndbands sem hann birti fyrr á þessu ári þar sem hann hótaði að berja stjórnarandstæðinga, senda glæpamenn heim til þeirra og handtaka þá um miðjar nætur. Það var í fyrsta skipti sem nefndin lagði til að banna þjóðarleiðtoga á Facebook. Hun Sen hætti á Facebook, þar sem hann hafði verið atkvæðamikill, vegna tillögu nefndarinnar og hótaði því að banna notkun samfélagsmiðilsins í Kambódíu. Ákvörðun Meta á mánudag um að banna Hun Sen ekki byggði á reglum um tjáningu opinberra persóna þegar samfélagslegur órói ríkir sem fyrirtækið setti saman eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var bannaður fyrir færslur í kringum árás stuðningsmanna hans á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Telur fyrirtækið að það samræmist ekki stefnu fyrirtækisins að banna Hun Sen. Myndbandið með ofbeldishótununum hafi verið fjarlægt á sínum tíma. Það hefði ekki verið birt á óróatíma og því væri ekki tilefni til þess að banna Hun Sen, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Standa við tillöguna Hun Sen var forsætisráðherra Kambódíu í aldarfjórðung, þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Asíu þar sem völd ganga ekki í erfðir. Hann tilkynnti að hann ætlaði að víkja fyrir syni sínum, Hun Manet, í síðasta mánuði. Stjórnarfar í Kambódíu hefur færst sífellt lengra í gerræðisátt undir stjórn Hun Sen sem hefur gengið milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni, handtekið mannréttindafrömuði og lokað sjálfstæðum fjölmiðlum. Eftirlitsnefnd Meta sagðist standa við tillögu sína. Myndbandið sem Hun Sen birti væri hluti af viðvarandi mannréttindabrotum og ógnunum í garð pólitískra andstæðinga. Samfélagmiðlar yrðu að tryggja að þeir væru ekki misnotaðir í því skyni að grafa undan lýðræðislegum kosningum. Mannréttindavaktin gagnrýndi Meta fyrir ákvörðunina og sagði að hún sýndi að harðstjórar eins og Hun Sen gætu beitt Facebook sem vopni gegn stjórnarandstæðingum án þess að þurfa að sæta neinum raunverulegum afleiðingum. Ríkisstjórn Hun Manet er að mestu leyti skipuð nýjum ráðherrum. Hann er sjálfur nýr þingmaður. Flestir ráðherranna eru eins og hann börn eða ættingjar forvera sinna í embætti, að sögn AP-fréttastofunnar.
Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Kambódía Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira