Fótbolti

Fréttamynd

Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál

Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur.

Fótbolti
Fréttamynd

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook.

Sport
Fréttamynd

Lewandowski hlaut gullskóinn

Pólski framherjinn, Robert Lewandowski, hlaut í gær gullskó Evrópu fyrir seinasta tímabil. Gullskóinn hlýtur markahæsti leikmaður álfunnar, en Lewandowski skoraði 41 mark í þýsku úrvalsdeildinni á seinasta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Ungverjar leika tvo leiki fyrir luktum dyrum

Ungverska landsliðið í knatttspyrnu mun þurfa að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja í byrjun mánaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítölsku meistararnir enn taplausir

Ítölsku meistararnir í Inter unnu 3-1 útisigur gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn í Fiorentina leiddu í hálfleik, en góður seinni hálfleikur skilaði meisturunum sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Kjartan Henry og Þórður í þriggja leikja bann

Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, hafa verið dæmdir í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ eftir að sauð upp úr undir lok leiks þegar að liðin mættust í Pepsi Max deild karla í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronald Araujo hetja Barcelona

Barcelona var hársbreidd frá því að tapa fyrsta deildarleik tímabilsins í kvöld er Granada kom í heimsókn á Camp Nou. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem Ronald Araujo jafnaði metin í uppbótartíma.

Fótbolti