Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 10:13 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið afar virk í knattspyrnuhreyfingunni undanfarna áratugi. Fyrst sem leikmaður og síðar þjálfari. KVAN.is Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira