KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2021 22:06 Meðal annars vill KSÍ bæta afgreiðslu ofbeldismála og tryggja að þau fari í réttan farveg hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða lögreglu. Vísir/Vilhelm Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Mikið hefur gengið á í tengslum við karlalandsliðið og KSÍ að undanförnu. KSÍ var gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður sambandsins. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Vísir/Daníel Þór Í tilkynningu frá KSÍ segir að umrædd nefnd eigi að fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og stjórnar sambandsins og bregðast við ásökunum um þöggun. Nefndin á einnig að taka sérstaklega til athugunar hvort aðstæður innan KSÍ hamli þátttöku kvenna í starfi þess. „Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu,“ segir í tilkynningunni. Vilja bæta menningu og starfsanda Í tilkynningunni segir einnig að KSÍ ítreki afsökunarbeiðni til þolenda og heiti því að vinna ótrautt að því að bæta menningu og starfsanda innan hreyfingarinnar. „KSÍ vill laga starfshætti sína að kröfum tímans um viðbrögð við kynferðisofbeldi. Í þessu skyni hefur verið leitað til sérfræðinga og ráðgjafa til að aðstoða hreyfinguna við að vinna að úrbótum til framtíðar og bæta samskipti og upplýsingaflæði til samfélagsins. Stjórn mun leitast eftir að upplýsa um framgang mála fram að aukaþingi.“ Þá segir að sambandið fordæmi ofbeldi af öllu tagi og verið sé að bæta afgreiðslu ofbeldismála og tryggja að þau fari í réttan farveg hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða lögreglu. Mikilvægt sé að skapa aðstæður til að gera raunverulegar úrbætur í takti við þá ráðgjöf sem KSÍ hafi fengið og að upplýst sé jafnóðum um þau skref sem stigin eru. Í tilkynningunni eru nokkur atriði nefnd: • Tveir faghópar hafa þegar tekið til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það hlutverk að skoða ferla, vinnubrögð og heimildir til aðgerða hjá samböndunum. Hægt verður að ráðast í breytingar á grundvelli þeirra niðurstaðna. • KSÍ ætlar að bæta upplýsingagjöf innan hreyfingarinnar og til almennings og fjölmiðla. Fráfarandi stjórn og starfsmenn hafa óskað eftir ráðgjöf frá samskiptafélaginu Aton.JL fram að aukaþingi. • Fundargerðir frá fundum sem leiddu til afsagnar formanns og síðar stjórnar eru nú aðgengilegar á vefsvæði KSÍ. Töf varð á birtingu fundargerða vegna óvenjulegra kringumstæðna, þar sem formaður hafði látið af störfum og framkvæmdastjóri var í tímabundnu leyfi. • KSÍ mun veita nefnd ÍSÍ öll gögn sem óskað er eftir. • Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs Knattspyrnusambandsins rennur út 25. september. • Landsliðshópur A landsliðs karla fyrir októberverkefnin verður tilkynntur 30. september. • KSÍ heldur aukaþing sitt 2. október og hefur Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, snúið til baka úr leyfi til að undirbúa það. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. 14. september 2021 13:08 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Mikið hefur gengið á í tengslum við karlalandsliðið og KSÍ að undanförnu. KSÍ var gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður sambandsins. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Vísir/Daníel Þór Í tilkynningu frá KSÍ segir að umrædd nefnd eigi að fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og stjórnar sambandsins og bregðast við ásökunum um þöggun. Nefndin á einnig að taka sérstaklega til athugunar hvort aðstæður innan KSÍ hamli þátttöku kvenna í starfi þess. „Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu,“ segir í tilkynningunni. Vilja bæta menningu og starfsanda Í tilkynningunni segir einnig að KSÍ ítreki afsökunarbeiðni til þolenda og heiti því að vinna ótrautt að því að bæta menningu og starfsanda innan hreyfingarinnar. „KSÍ vill laga starfshætti sína að kröfum tímans um viðbrögð við kynferðisofbeldi. Í þessu skyni hefur verið leitað til sérfræðinga og ráðgjafa til að aðstoða hreyfinguna við að vinna að úrbótum til framtíðar og bæta samskipti og upplýsingaflæði til samfélagsins. Stjórn mun leitast eftir að upplýsa um framgang mála fram að aukaþingi.“ Þá segir að sambandið fordæmi ofbeldi af öllu tagi og verið sé að bæta afgreiðslu ofbeldismála og tryggja að þau fari í réttan farveg hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða lögreglu. Mikilvægt sé að skapa aðstæður til að gera raunverulegar úrbætur í takti við þá ráðgjöf sem KSÍ hafi fengið og að upplýst sé jafnóðum um þau skref sem stigin eru. Í tilkynningunni eru nokkur atriði nefnd: • Tveir faghópar hafa þegar tekið til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það hlutverk að skoða ferla, vinnubrögð og heimildir til aðgerða hjá samböndunum. Hægt verður að ráðast í breytingar á grundvelli þeirra niðurstaðna. • KSÍ ætlar að bæta upplýsingagjöf innan hreyfingarinnar og til almennings og fjölmiðla. Fráfarandi stjórn og starfsmenn hafa óskað eftir ráðgjöf frá samskiptafélaginu Aton.JL fram að aukaþingi. • Fundargerðir frá fundum sem leiddu til afsagnar formanns og síðar stjórnar eru nú aðgengilegar á vefsvæði KSÍ. Töf varð á birtingu fundargerða vegna óvenjulegra kringumstæðna, þar sem formaður hafði látið af störfum og framkvæmdastjóri var í tímabundnu leyfi. • KSÍ mun veita nefnd ÍSÍ öll gögn sem óskað er eftir. • Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs Knattspyrnusambandsins rennur út 25. september. • Landsliðshópur A landsliðs karla fyrir októberverkefnin verður tilkynntur 30. september. • KSÍ heldur aukaþing sitt 2. október og hefur Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, snúið til baka úr leyfi til að undirbúa það.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. 14. september 2021 13:08 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45
„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. 14. september 2021 13:08