Fótbolti

Fréttamynd

Marti­al segir Ralf ljúga

Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sverrir Ingi í sigurliði og Hjörtur fékk klukkutíma

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn og hélt hreinu í 3-0 sigri PAOK á OFI í grísku ofurdeildinni í dag. Hjörtur Hermannsson átti einnig leik fyrr í dag en hann spilaði þó bara rúman klukkutíma í tapleik í ítölsku Seríu B.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill sjá enn meira frá De Bru­yne

„Við áttum sigurinn fyllilega skilið. Hvernig við spiluðum, allt sem við gerðum. Megum ekki gleyma því að við vorum að spila við Evrópumeistarana og að þeir eru með ótrúlega gott lið,“ sagði sigurreifur Pep Guardiola að loknum 1-0 sigri Manchester City á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Öruggt hjá Manchester-liðunum

Báðum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu er nú lokið. Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham City á meðan Manchester City van 3-0 sigur á Aston Villa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Refsuðu um leið og við gáfum þeim færi á því

„Það er bara fyrst og fremst heiður. Einhverskonar verðlaun fyrir vel unnin störf. Maður er mjög stoltur að vera kominn inn í þennan hóp fyrir þetta verkefni og fá smjörþefinn af þessu,“ sagði Viktor Karl Einarsson á fjarfundi eftir landsleik Íslands og Suður-Kóreu fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Ísland - Suður-Kórea 1-5 | Himinn og haf á milli Íslands og Suður-Kóreu

Það var fátt um fína drætti frá íslenska landsliðinu þegar það mætti Suður-Kóreu í dag í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Leikurinn endaði með tapi, 1-5 en það var vitað fyrirfram að um erfitt verkefni væri að ræða. Jákvætt var þó að Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark og Hákon Rafn Valdimarsson varði víti í leiknum en það er ekki margt annað sem hægt er að líta jákvæðum augum.

Fótbolti
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður E­ver­ton og ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu, verður á­fram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lög­regla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Fótbolti
Fréttamynd

Der­by úr öskunni í eldinn

Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bjarki Steinn lánaður í C-deildina | Venezia semur við Nani

Bjarki Steinn Bjarkason hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Venezia til Catanzaro sem leikur í C-deildinni þar í landi. Ástæðan var eflaust sú að Venezia hafði ákveðið að sækja fyrrverandi leikmann Manchester United, Nani, til að krydda upp á sóknarleikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­fram laus gegn tryggingu

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður enska knatt­spyrnu­liðsins E­ver­ton, verður á­fram laus gegn tryggingu fram til mið­viku­dagsins í næstu viku, 19. janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Dort­mund fylgir fast á hæla Bayern

Borussia Dortmund vann öruggan 5-1 sigur á Freiburg í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Dortmund er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Gefur mér miklu meira en fólk heldur

„Þetta var rosalega gott fyrir mig, gefur mér miklu meira en fólk heldur,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, markaskorari Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í gær.

Fótbolti