Evra efast um covid, segir það pólítískt og að Bill Gates eigi þátt í faraldrinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 15:23 Patrice Evra hefur skrítnar skoðanir á kórónuveirufaraldrinum. getty/Matthew Lewis Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Juventus og fleiri liða, fór mikinn í viðtali í frönskum sjónvarpsþætti þar sem hann opinberaði sig sem efasemdarmann um kórónuveirufaraldurinn. Evra varði meðal annars rétt fólks til að hafna bólusetningu, sagði að faraldurinn væri pólítískur, óttinn réði og gaf í skyn að einn ríkasti maður heims hafi átt þátt í að hrinda faraldrinum af stað. „Í augnablikinu finnst mér við tala of mikið um þetta covid. Við verðum að vera heiðarleg. Fólk hefur dáið vegna covid en ég fæ það á tilfinninguna að jafnvel ef þú lendir í bílslysi segjum við að það hafi verið út af covid,“ sagði Evra við BFM TV. „Mér finnst þetta vera pólítískt og ef alltaf sagt að þegar þú vilt stjórn fólki gerirðu það með óttanum. Við verðum að vera á varðbergi.“ Evra sagði að óbólusettir ættu ekki að fá aðra meðferð en aðrir. „Þetta verður að hætta núna, að bólusett fólk sé álitið gott en óbólusett vont. Nei, öllum er frjálst að gera og trúa því sem þeir vilja. Fólk verður að hafa rétt til að gera það sem það vill. Því enginn veit í raun hvað þetta er, þetta covid. Fyrir mér er þetta tilviljun. Við ljúgum ekki að hvort öðru. Þetta covid er fyrir tilviljun.“ Evra blandaði svo bandaríska milljarðamæringnum Bill Gates í málið og ýjaði að því að hann hefði vitað af veirunni fyrir löngu. „Bill Gates hafði þegar talað um þetta á ráðstefnu 2013. Ég segi ekki að þetta hafi verið skipulagt en ég myndi vilja að fólk talaði einhvern tímann um þetta, því ég tala alltaf hreint út. En covid hræðir mig ekki,“ sagði Evra í skringilegri ræðu. Vorið 2020, í fyrstu bylgju faraldursins, bað Evra fólk að halda sig heima og hvatti þá sem áttu í vandræðum vegna veirunnar til dáða. Tæpum tveimur árum seinna er komið aðeins annað hljóð í strokkinn hjá Frakkanum. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Evra varði meðal annars rétt fólks til að hafna bólusetningu, sagði að faraldurinn væri pólítískur, óttinn réði og gaf í skyn að einn ríkasti maður heims hafi átt þátt í að hrinda faraldrinum af stað. „Í augnablikinu finnst mér við tala of mikið um þetta covid. Við verðum að vera heiðarleg. Fólk hefur dáið vegna covid en ég fæ það á tilfinninguna að jafnvel ef þú lendir í bílslysi segjum við að það hafi verið út af covid,“ sagði Evra við BFM TV. „Mér finnst þetta vera pólítískt og ef alltaf sagt að þegar þú vilt stjórn fólki gerirðu það með óttanum. Við verðum að vera á varðbergi.“ Evra sagði að óbólusettir ættu ekki að fá aðra meðferð en aðrir. „Þetta verður að hætta núna, að bólusett fólk sé álitið gott en óbólusett vont. Nei, öllum er frjálst að gera og trúa því sem þeir vilja. Fólk verður að hafa rétt til að gera það sem það vill. Því enginn veit í raun hvað þetta er, þetta covid. Fyrir mér er þetta tilviljun. Við ljúgum ekki að hvort öðru. Þetta covid er fyrir tilviljun.“ Evra blandaði svo bandaríska milljarðamæringnum Bill Gates í málið og ýjaði að því að hann hefði vitað af veirunni fyrir löngu. „Bill Gates hafði þegar talað um þetta á ráðstefnu 2013. Ég segi ekki að þetta hafi verið skipulagt en ég myndi vilja að fólk talaði einhvern tímann um þetta, því ég tala alltaf hreint út. En covid hræðir mig ekki,“ sagði Evra í skringilegri ræðu. Vorið 2020, í fyrstu bylgju faraldursins, bað Evra fólk að halda sig heima og hvatti þá sem áttu í vandræðum vegna veirunnar til dáða. Tæpum tveimur árum seinna er komið aðeins annað hljóð í strokkinn hjá Frakkanum.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira