Fótbolti

Fréttamynd

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Stjarnan - Keflavík 4-0 | Stjarnan tryggði Evrópusætið og Jasmín tryggði gullskóinn

Stjarnan tryggði sér annað sæti Bestu-deildar kvenna og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar í dag. Katrína Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu fyrir heimakonur og Jasmín Erla Ingadóttir tryggði sér gullskó Bestu-deildarinnar þegar hún gulltryggði sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Alfreð rekinn frá Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum þjálfara karlaliðs félagsins eftir að hafa ákveðið að ljúka samstarfinu við Alfreð Elías Jóhannsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar um upp­ganginn Fær­eyja: „Margir að toppa á sama tíma“

Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn orðaður við PSV

Grétar Rafn Steinsson er orðaður við starf tæknilegs ráðgjafa hjá PSV sem leikur í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Grétar Rafn starfar í dag fyrir Tottenham Hotspur á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Danir spila í mótmælatreyjum á HM

Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi.

Fótbolti
Fréttamynd

Bað Messi um að árita á sér bakið

Lionel Messi hefur eflaust fengið margar óvenjulegar beiðnir í gegnum tíðina. Ein sú óvenjulegasta kom í nótt þegar aðdáandi bað hann um að árita bakið á sér.

Fótbolti