Sara Björk kom Juventus á bragðið með frábærum skalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 20:30 Sara Björk nýbúin að stanga boltann í netið. Claudia Greco/Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina. Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. What. A. Finish! #JuveKøge pic.twitter.com/ifJHPGJFjO— Juventus Women (@JuventusFCWomen) September 28, 2022 Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Önnur úrslit umspilsins Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik. Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira
Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina. Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. What. A. Finish! #JuveKøge pic.twitter.com/ifJHPGJFjO— Juventus Women (@JuventusFCWomen) September 28, 2022 Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Önnur úrslit umspilsins Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik. Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira
Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01