Sara Björk kom Juventus á bragðið með frábærum skalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 20:30 Sara Björk nýbúin að stanga boltann í netið. Claudia Greco/Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina. Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. What. A. Finish! #JuveKøge pic.twitter.com/ifJHPGJFjO— Juventus Women (@JuventusFCWomen) September 28, 2022 Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Önnur úrslit umspilsins Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik. Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina. Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. What. A. Finish! #JuveKøge pic.twitter.com/ifJHPGJFjO— Juventus Women (@JuventusFCWomen) September 28, 2022 Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Önnur úrslit umspilsins Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik. Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01