Ánægður með frumvarp sjálfstæðismanna Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 19:13 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það góða hugmynd að afnema stimpilgjöld. Vísir/Einar Verkalýðshreyfingin fagnar frumvarpi sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalda. Formaður VR segir útilokað að þingmenn fái nokkurn tímann sæti við borðið við gerð kjarasamninga. Nú í tíunda sinn reyna þingmenn Sjálfstæðisflokksins að koma frumvarpi í gegn um afnám stimpilgjalds við kaup einstaklinga á fasteignum. Málið hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu en sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á að ná þessu í gegn. Sem stendur þurfa kaupendur íbúðarhúsnæðis að greiða 0,8 prósent af fasteignamati í stimpilgjald sem þingmennirnir segja úrelt og óþarfi. Formaður VR segir verkalýðshreyfinguna hrifna af þessari hugmynd. „Hins vegar mætti, ef þingmönnum stjórnarflokkanna er alvara í því að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, þá mætti þessu fylgja neikvæðir hvatar fyrir lögaðila og þá sem eru að kaupa margar fasteignir. Að það séu neikvæðir skattalegir hvatar til staðar þar þannig að húsnæðið sem kemur á markaði sé eingöngu þá ætlað almenningi og þeim sem sárvantar að komast í öruggt húsaskjól,“ segir Ragnar. Þingmenn fái aldrei sæti við kjarasamningsborðið Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar um þetta mál að mögulega hafi vantað að leggja áherslu á afnám stimpilgjalda við kjarasamningsborðið. Þingmenn hafi því miður ekki sæti við borðið þó kjarasamningar hafi mikil áhrif á störf þingsins. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ segir Ragnar. Sérðu fyrir þér einhverskonar fyrirkomulag þar sem þingmenn hafa eitthvað að segja um kjarasamningagerð, þótt þeir myndu ekki sitja beint við borðið? „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er flókið ferli og viðsemjendur okkar eru auðvitað Samtök atvinnulífsins, eða þau fyrirtæki sem eru þar undir. Þetta er hugmynd sem myndi aldrei ganga upp. Útilokað, útilokað,“ segir Ragnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Nú í tíunda sinn reyna þingmenn Sjálfstæðisflokksins að koma frumvarpi í gegn um afnám stimpilgjalds við kaup einstaklinga á fasteignum. Málið hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu en sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á að ná þessu í gegn. Sem stendur þurfa kaupendur íbúðarhúsnæðis að greiða 0,8 prósent af fasteignamati í stimpilgjald sem þingmennirnir segja úrelt og óþarfi. Formaður VR segir verkalýðshreyfinguna hrifna af þessari hugmynd. „Hins vegar mætti, ef þingmönnum stjórnarflokkanna er alvara í því að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, þá mætti þessu fylgja neikvæðir hvatar fyrir lögaðila og þá sem eru að kaupa margar fasteignir. Að það séu neikvæðir skattalegir hvatar til staðar þar þannig að húsnæðið sem kemur á markaði sé eingöngu þá ætlað almenningi og þeim sem sárvantar að komast í öruggt húsaskjól,“ segir Ragnar. Þingmenn fái aldrei sæti við kjarasamningsborðið Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar um þetta mál að mögulega hafi vantað að leggja áherslu á afnám stimpilgjalda við kjarasamningsborðið. Þingmenn hafi því miður ekki sæti við borðið þó kjarasamningar hafi mikil áhrif á störf þingsins. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ segir Ragnar. Sérðu fyrir þér einhverskonar fyrirkomulag þar sem þingmenn hafa eitthvað að segja um kjarasamningagerð, þótt þeir myndu ekki sitja beint við borðið? „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er flókið ferli og viðsemjendur okkar eru auðvitað Samtök atvinnulífsins, eða þau fyrirtæki sem eru þar undir. Þetta er hugmynd sem myndi aldrei ganga upp. Útilokað, útilokað,“ segir Ragnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira