Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 12:30 Moshiri (t.h.) keypti meirihluta í Everton af Bill Kenwright (t.v.) árið 2016. Jan Kruger/Getty Images Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris. Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira