Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 12:30 Moshiri (t.h.) keypti meirihluta í Everton af Bill Kenwright (t.v.) árið 2016. Jan Kruger/Getty Images Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris. Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Sjá meira
Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Sjá meira