Fótbolti

Fréttamynd

„Ég er hneykslaður“

Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli.

Fótbolti
Fréttamynd

Vildu ekki starfa saman og voru báðir látnir fara

Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, sem í fyrra voru ráðnir til þriggja ára sem þjálfarar knattspyrnuliðs Þórs/KA, hafa báðir látið af störfum. Jón Stefán segir stjórn Þórs/KA hafa tekið þá ákvörðun þar sem þeir vildu ekki starfa saman.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rod­gers hafði betur í bar­áttunni um upp­sögnina

Leicester City vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í kvöld með 4-0 sigur á nágrönnum sínum í Nottingham Forest. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, gæti hafa bjargað starfi sínu með sigri á meðan útlitið er verra hjá Steve Cooper, knattspyrnustjóra Nottingham Forest.

Enski boltinn
Fréttamynd

Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stólpagrín gert að Hart stem steinlá

Joe Hart, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þótti sýna mikla leikræna tilburði í leik með Celtic gegn Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann

„Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Elín Metta er hætt

Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld

Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

West Ham innbyrti sinn annan sigur

Eftir þrjá leiki í röð án sigurs tókst West Ham að koma sér aftur á sigurbraut þegar liðið fékk Wolverhampton Wanderers í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn