Elín Metta er hætt Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 07:30 Elín Metta Jensen skoraði 16 mörk í 62 A-landsleikjum og varð til að mynda markahæst í íslenska liðinu í undankeppni síðasta Evrópumóts. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM. Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hún væri hætt. Sagði hún tíma til kominn að sinna öðrum hugðarefnum sem hún hefði ekki getað sinnt vegna fótboltans. Orðrómur var uppi um að Elín Metta væri hætt síðasta vetur en hún sagði það rangt og varð svo bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar, og fór með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Hún var þó, í báðum tilvikum, í umtalsvert minna hlutverki en síðustu ár. Elín Metta varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val en hún lék allan ferilinn með liðinu og átti ríkan þátt í upprisu þess á síðustu árum. Hún varð einnig þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Í færslu sinni á Facebook skrifaði hún: „Kæru vinir, Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum. Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.“ Sjöunda markahæst í deildinni og tíunda markahæst í landsliðinu Elín Metta skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur því alls skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þar er hún í sjöunda sæti yfir þær markahæstu frá upphafi. Hún skoraði einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Elín Metta var á dögunum valin í íslenska landsliðshópinn sem eftir átta daga mætir sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgals í úrslitaleik um sæti á HM í Eyjaálfu. Ljóst er að kalla þarf inn nýjan leikmann í hennar stað. Auk Elínar Mettu hafa þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagar hennar úr Val, nú einnig lagt skóna á hilluna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Valur Landslið kvenna í fótbolta Tímamót Tengdar fréttir Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04 Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hún væri hætt. Sagði hún tíma til kominn að sinna öðrum hugðarefnum sem hún hefði ekki getað sinnt vegna fótboltans. Orðrómur var uppi um að Elín Metta væri hætt síðasta vetur en hún sagði það rangt og varð svo bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar, og fór með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Hún var þó, í báðum tilvikum, í umtalsvert minna hlutverki en síðustu ár. Elín Metta varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val en hún lék allan ferilinn með liðinu og átti ríkan þátt í upprisu þess á síðustu árum. Hún varð einnig þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Í færslu sinni á Facebook skrifaði hún: „Kæru vinir, Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum. Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.“ Sjöunda markahæst í deildinni og tíunda markahæst í landsliðinu Elín Metta skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur því alls skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þar er hún í sjöunda sæti yfir þær markahæstu frá upphafi. Hún skoraði einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Elín Metta var á dögunum valin í íslenska landsliðshópinn sem eftir átta daga mætir sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgals í úrslitaleik um sæti á HM í Eyjaálfu. Ljóst er að kalla þarf inn nýjan leikmann í hennar stað. Auk Elínar Mettu hafa þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagar hennar úr Val, nú einnig lagt skóna á hilluna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Valur Landslið kvenna í fótbolta Tímamót Tengdar fréttir Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04 Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04
Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30