Elín Metta er hætt Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 07:30 Elín Metta Jensen skoraði 16 mörk í 62 A-landsleikjum og varð til að mynda markahæst í íslenska liðinu í undankeppni síðasta Evrópumóts. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM. Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hún væri hætt. Sagði hún tíma til kominn að sinna öðrum hugðarefnum sem hún hefði ekki getað sinnt vegna fótboltans. Orðrómur var uppi um að Elín Metta væri hætt síðasta vetur en hún sagði það rangt og varð svo bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar, og fór með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Hún var þó, í báðum tilvikum, í umtalsvert minna hlutverki en síðustu ár. Elín Metta varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val en hún lék allan ferilinn með liðinu og átti ríkan þátt í upprisu þess á síðustu árum. Hún varð einnig þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Í færslu sinni á Facebook skrifaði hún: „Kæru vinir, Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum. Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.“ Sjöunda markahæst í deildinni og tíunda markahæst í landsliðinu Elín Metta skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur því alls skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þar er hún í sjöunda sæti yfir þær markahæstu frá upphafi. Hún skoraði einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Elín Metta var á dögunum valin í íslenska landsliðshópinn sem eftir átta daga mætir sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgals í úrslitaleik um sæti á HM í Eyjaálfu. Ljóst er að kalla þarf inn nýjan leikmann í hennar stað. Auk Elínar Mettu hafa þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagar hennar úr Val, nú einnig lagt skóna á hilluna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Valur Landslið kvenna í fótbolta Tímamót Tengdar fréttir Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04 Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hún væri hætt. Sagði hún tíma til kominn að sinna öðrum hugðarefnum sem hún hefði ekki getað sinnt vegna fótboltans. Orðrómur var uppi um að Elín Metta væri hætt síðasta vetur en hún sagði það rangt og varð svo bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar, og fór með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Hún var þó, í báðum tilvikum, í umtalsvert minna hlutverki en síðustu ár. Elín Metta varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val en hún lék allan ferilinn með liðinu og átti ríkan þátt í upprisu þess á síðustu árum. Hún varð einnig þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Í færslu sinni á Facebook skrifaði hún: „Kæru vinir, Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum. Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.“ Sjöunda markahæst í deildinni og tíunda markahæst í landsliðinu Elín Metta skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur því alls skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þar er hún í sjöunda sæti yfir þær markahæstu frá upphafi. Hún skoraði einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Elín Metta var á dögunum valin í íslenska landsliðshópinn sem eftir átta daga mætir sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgals í úrslitaleik um sæti á HM í Eyjaálfu. Ljóst er að kalla þarf inn nýjan leikmann í hennar stað. Auk Elínar Mettu hafa þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagar hennar úr Val, nú einnig lagt skóna á hilluna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Valur Landslið kvenna í fótbolta Tímamót Tengdar fréttir Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04 Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04
Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30