Ríkisútvarpið

Fréttamynd

Útgildi sem afskræma umræðu um forstjóralaun

Launakjör forstjóra skráðra félaga í Kauphöllinni hafa verið í kastljósinu á undanförnum vikum. Nú þegar flest fyrirtækin hafa skilað ársuppgjöri fyrir síðasta ári er fyrirsjáanlegt að fjölmiðlar fari ofan í saumana á því hvernig forstjórunum er umbunað og ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Það gagnast hluthöfum viðkomandi fyrirtækja, sjóðfélögum lífeyrissjóða og samfélaginu í heild sinni að stórum atvinnufyrirtækjum sé veitt aðhald í þessum efnum.

Klinkið
Fréttamynd

Diljá fer til Liver­pool

Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí.

Lífið
Fréttamynd

Sex milljarða króna tálsýn

Ríkisútvarpið greindi nýlega frá því að flutningur á starfsemi Borgarskjalasafnsins yfir til Þjóðskjalasafnsins sparaði Reykjavíkurborg heila sex milljarða króna á næstu sjö árum. Vísaði ríkisfjölmiðillinn til orða Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem aftur vísaði til kostnaðargreiningar sem KPMG vann fyrir Reykjavíkurborg.

Klinkið
Fréttamynd

Felldu mastur sem var mörgum til ama

Langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum sem reyndi á langlundargeð íbúa á svæðinu var fellt í hádeginu í dag. Aðgerðin er sögð hafa gengið vonum framar en mastrið brotnaði snyrtilega saman þegar klippt var á stálvíra.

Innlent
Fréttamynd

Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga mögu­leika að komast á úr­slita­kvöldið

Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Þessi keppa til úr­slita í Söngva­keppninni

Lögin Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Framkvæmdastjórnin kom á óvart og hleypti þriðja laginu í gegn. Úrslitin fara fram eftir viku.

Lífið
Fréttamynd

Kepp­endur Söngva­­keppninnar trylla leik­­skóla landsins

Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum.

Lífið
Fréttamynd

Meðvirkni fjölmiðla

Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Þóra Arnórs­dóttir hættir hjá RÚV

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Þetta eru lögin í Söngva­keppninni

Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar.

Lífið
Fréttamynd

Veit ekki hvernig lekann bar að

Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Enn bætist í hóp flytj­enda í Söngva­keppninni

Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu

Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu.

Klinkið
Fréttamynd

„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“

Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 

Lífið