Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 13:56 Ögmundur Jónasson er fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Vísir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. Á föstudag var greint frá því að Maríu Sigrúnu hafi verið rekin úr ritstjórnarteymi Kveiks og að innslag sem hún vann fyrir þáttinn og átti að vera sýnt í lokaþætti Kveiks þennan veturinn hafi aldrei farið í loftið. María Sigrún sagði Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, hafa sagt við sig að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu RÚV birti svo yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði þáttinn einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn til að fara í loftið á þriðjudag. María Sigrún gaf lítið fyrir þá útskýringu og sagði að auðvelt hefði verið að klára þáttinn ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá samstarfsmönnum hennar. Alls ekki starfsmannamál Ögmundur birti færslu á vefsíðu sinni í dag þar sem hann segir að ef þátturinn hafi ekki verið tilbúinn hafi það ekki verið rétt að reka Maríu Sigrúnu úr teyminu heldur frekar fresta umfjölluninni hávaðalaust. Þá segir hann málið ekki vera „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn lýsti í færslu sinni. „Því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst,“ segir Ögmundur. Vill afsökunarbeiðni Hann segir morgunljóst að um sé að ræða grófa ærumeiðingu um Maríu Sigrúnu að láta það „fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til.“ „Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala,“ segir Ögmundur. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Maríu Sigrúnu hafi verið rekin úr ritstjórnarteymi Kveiks og að innslag sem hún vann fyrir þáttinn og átti að vera sýnt í lokaþætti Kveiks þennan veturinn hafi aldrei farið í loftið. María Sigrún sagði Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, hafa sagt við sig að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu RÚV birti svo yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði þáttinn einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn til að fara í loftið á þriðjudag. María Sigrún gaf lítið fyrir þá útskýringu og sagði að auðvelt hefði verið að klára þáttinn ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá samstarfsmönnum hennar. Alls ekki starfsmannamál Ögmundur birti færslu á vefsíðu sinni í dag þar sem hann segir að ef þátturinn hafi ekki verið tilbúinn hafi það ekki verið rétt að reka Maríu Sigrúnu úr teyminu heldur frekar fresta umfjölluninni hávaðalaust. Þá segir hann málið ekki vera „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn lýsti í færslu sinni. „Því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst,“ segir Ögmundur. Vill afsökunarbeiðni Hann segir morgunljóst að um sé að ræða grófa ærumeiðingu um Maríu Sigrúnu að láta það „fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til.“ „Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala,“ segir Ögmundur.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira